Einnig sátu fundinn Gísli Gíslason frá Steinsholti, Ólöf Árnadóttir frá HSU og Þröstur Sigurðsson frá Lífeyrissjóði Rangæinga.
1.Ræsting - breytt fyrirkomulag
1505008
Fyrir liggja útreikningar á kostnaði hvers og eins miðað við breytt fyrirkomulag á ræstingu. Búið er að segja upp samningum við ISS og reiknað með að auglýsa eftir tveimur starfsmönnum í 50% starfshlutfall hvor. Viðkomandi verða ráðnir til Suðurlandsvegar 1-3 ehf sem síðan sendir út reikninga til leigjenda. Gert er ráð fyrir að ræsting fari fram á dagvinnutíma en þó mögulegt að hafa ákveðinn sveigjanleika t.d. milli kl. 8-19. Fulltrúar leigjenda á fundinum voru allir sammála um að fara þessa leið. Fyrir liggur að Ry, HSU, Steinsholt, Landnot, Umhverfisstofnun, Verkalýðsfélagið og Lífeyrissjóður Rangæinga ætla að vera með. Ákveðið að auglýsa eftir starfsfólki í Búkollu í júnímánuði. Jafnframt verði auglýsing sett inn á heimasíður Ry og HSU. Gengið var frá auglýsingu á fundinum.
2.Önnur mál
1501058
Farið yfir ýmiss rekstrartengd mál.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 18:00.