15. fundur 27. ágúst 2015 kl. 16:00 - 16:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Ágúst Sigurðsson ritari
  • Hulda Karlsdóttir formaður
  • Heimir Hafsteinsson varaformaður
  • Már Guðnason aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson

1.Aðalfundur S1-3 ehf 2015

1508048

Ákveðið að boða til aðalfundar félagsins þann 24. september n.k. kl 15:00 í fundarsal Miðjunni.



Ákveðið að leggja til breytingar á 11. grein samþykkta félagsins þannig að aðalfundur sé haldinn fyrir lok maí ár hvert.

2.Framkvæmdasjóður S1-3 ehf

1504021

Samruni S1-3 ehf og Verkalýðshússins ehf er í farvegi og einungis beðið eftir formlegri afgreiðslu opinberra aðila til ljúka málinu.

3.Ræsting - breytt fyrirkomulag

1505008

Búið er að ráða 2 manneskjur til að sjá um ræstingar í húsinu, skv. nýju fyrirkomulagi, og hefja þær störf 1. september n.k.

4.Framkvæmdir utanhúss S1-3 ehf

1508049

Ákveðið að ganga frá stétt og hitalögn við austurhlið S3. HH falið að koma því í kring sem fyrst.

5.Önnur mál

1501058

5.1 Salernisfé

Baukur sem tekur við frjálsum framlögum við salerni í kjallara Miðjunnar lofar góðu. Safnast hafa u.þ.b. 250 þúsund kr. síðan í júní.



5.2 Fyrirspurnir um rými

Áhugi er á leigu rýma í húsinu og hugmyndir hafa borist um nýtingu efstu hæðar. Hraða þarf framkvæmdum við salerni og aðra lágmarksaðstöðu á efstu hæð. HH falið að áætla kostnað við að standsetja salernin.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?