Endurkjörin stjórn fundaði strax að afloknum Aðalfundi 2015 og skipti með sér verkum. Ákveðið var að verkaskipti væru óbreytt. Ákveðið var að ræða tvö mál í viðbót. Framkvæmdir Innanhúss og Leigumál HSU.
1.Framkvæmdir innanhúss S1-3
1509015
Ákveðið að leita eftir tilboðum í frágang salerna og milliveggs á efstu hæð. Stefnt er að því að fá tilboð í verkið fyrir miðjan október.
2.Leigumál HSU
1509071
Borist hefur bréf frá umsjónarmanni fasteigna og búnaðar HSU. Skv. bréfinu ber að innheimta leigugjald fyrir sameign hjá Ríkiseignum.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt
Fundi slitið - kl. 17:45.