20. fundur 14. janúar 2016 kl. 16:30 - 16:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Hulda Karlsdóttir formaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Heimir Hafsteinsson varaformaður
  • Már Guðnason aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson ritari
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson

1.Framkvæmdir innanhúss S1-3

1509015

Framkvæmdir á þriðju hæð
Verið er að ljúka við þær framkvæmdir sem voru boðnar út á þriðju hæð. Örlitlar tafir hafa orðið á afhendingu rýmis til fyrstu leigjenda vegna öryggiskrafna varðandi brunahönnun.

2.Samningur um húsvörslu S1-3 ehf

1501048

Endurnýjun á samningi.
Samningur um húsvörslu er runninn út og þarf að taka afstöðu til endurnýjunar. Ákveðið að óska eftir því við Rangárþing ytra að samningurinn verði endurnýjaður óbreyttur. HK og ÁS ganga í það mál.

3.Húsfundur - desember 2015

1601027

Fundargerð frá húsfundi 151215
Á húsfundi í desember komu fram ýmsar hugmyndir frá leigjendum um nýtingu sameignar og önnur praktísk atriði. Brugðist verður við þessum ábendingum eins og frekast er kostur.

4.Önnur mál

1501058

Verið er að ganga frá endurskoðun nokkurra leigusamninga, mun því ljúka á næstu vikum.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?