1.Framkvæmdir innanhúss S1-3
1509015
Framkvæmdir á 3. hæð, áfallinn kostnaður og fjármögnun
Fyrir liggur undirritað samkomulag eigenda um fjármögnun framkvæmda á Suðurlandsvegi 1-3 fram til ársins 2018. Framkvæmdir við 3. hæð eru á áætlun. Kostnaður við framkvæmdir stendur nú í um 20 m. Verklok áfangans eru áætluð mánaðamót maí/júní n.k.
2.Þjónustusamningur við skrifstofu Rangárþings ytra
1510074
Bókhald og rekstur
Fyrir liggur tillaga að þjónustusamningi milli Rangárþings ytra og Suðurlandsvegar 1-3 ehf. Samþykkt að fela formanni að ganga frá og undirrita samninginn f.h. Suðurlandsvegar 1-3 ehf.
3.Málefni leigurýma á Suðurlandsvegi 1-3
1604029
Eitt skrifstofurými er laust í austurenda Suðurlandsvegar 3. Ákveðið að auglýsa rýmið í Búkollu (HH).
4.Sorpmál og þrif Suðurlandsvegi 1-3
1504023
Förgun á pappír og plasti
Stjórn er sammála um að óska eftir því að vera í samfloti með þjónustumiðstöð Rangárþings ytra varðandi losun á plasti og pappír. HH falið að útfæra slíkt í samráði við þjónustumiðstöð.
5.Önnur mál
1501058
Miðað er við að aðalfundur félagsins verði haldinn skv. samþykktum fyrir lok maí. Ákjósanlegt væri að ganga frá fyrirkomulagi uppgjörs á gamalli skuld félagsins við Rangárþing ytra á aðalfundinum. Óskað verði eftir tillögum þar um frá sveitarfélaginu.
Fundi slitið - kl. 16:00.