24. fundur 20. maí 2016 kl. 09:00 - 09:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Hulda Karlsdóttir formaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Heimir Hafsteinsson varaformaður
  • Már Guðnason aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson ritari
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson
Fundinn sat einnig Klara Viðarsdóttir.

1.Ársreikningur 2015

1605011

Lagður fram til samþykktar.
Farið yfir ársreikning 2015 og hann samþykktur og undirritaður.

2.Önnur mál

1501058

Undirbúningur fyrir aðalfund.
2.1 Boðun aðalfundar

Ákveðið að boða til aðalfundar fyrir Suðurlandsveg 1-3 ehf þann 9. júní n.k. kl. 15:00 í fundarsal Miðjunnar á Hellu. Samkvæmt samþykktum félagsins skal aðalfundur haldinn í maí en vegna seinkunar á útfærslu og frágangi samruna Verkalýðshússins ehf og Suðurlandsvegar 1-3 ehf frestast aðalfundurinn um tvær vikur.



2.2 Tillaga um aukningu hlutafjár

Ákveðið að leggja fyrir aðalfund tillögu um heimild stjórnar til aukningar hlutafjár og tilheyrandi breytingu á 6. gr. samþykkta félagsins. Tillagan verður send út með aðalfundarboði eftir lokayfirlestur sérfræðinga KPMG og staðfestingu stjórnarmanna í tölvupósti.



2.3 Opnun efstu hæðar Miðjunnar

HH fór yfir stöðu framkvæmda við efstu hæðina og stöðu kostnaðarliða. Framkvæmdir eru á áætlun. Ákveðið að halda móttöku í tilefni af þessum mikilvæga áfanga í tengslum við aðalfund þann 9. júní.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?