28. fundur 09. febrúar 2017 kl. 16:00 - 18:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Hulda Karlsdóttir formaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Guðrún Elín Pálsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson ritari
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson
Einnig sátu fundinn Klara Viðarsdóttir og Heimir Hafsteinsson.

1.Rekstraryfirlit S1-3 hf 09022017

1702014

Rekstur til loka árs 2016.
KV fór yfir rekstrar- og efnahagsyfirlit fyrir árið 2016. Ársreikningur verður tilbúinn fljótlega til endurskoðunar.

2.Framkvæmdir innanhúss S1-3

1509015

Framkvæmdir á 1. og 2. hæð vegna brunavarna.
HH fór yfir þær framkvæmdir sem ráðast þarf í m.a. vegna vatnsgæða í vesturenda Suðurlandsvegur 1-3, brunavarna og annað vegna lokaúttektar á húsinu. Unnið er að raunteikningum af fyrstu og annarri hæð.

3.Málefni leigurýma á Suðurlandsvegi 1-3

1604029

Samningur við Kjarval.
Farið var yfir endurskoðun á leigusamningi vegna Kjarval. Formanni og ritara falið að halda viðræðum áfram í samræmi við umræður á fundinum.

4.Önnur mál

1501058

4.1 Þjónustusamningur við HSU
HSU hefur óskað eftir sérstökum þjónustusamningi vegna útkalla í tengslum við loftræstikerfi ofl. HH og KV falið að ræða við forsvarsfólk HSU og gera uppkast að samningi og leggja fyrir stjórn.

4.2 Hleðslustöð fyrir bíla
Sveitarfélagið fékk að gjöf hraðhleðslustöð fyrir bíla frá Orkusölunni og vill koma henni í gagnið sem fyrst. Stjórn S1-3 leggur til að stöðin verði sett upp í tengslum við Miðjuna og mun finna hentugan stað sem næst húsinu. HH falið að ganga í málið.

4.3 Minnisblað lagt fram til kynningar um fundarboð, fundagögn og ritun fundagerða.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?