29. fundur 25. apríl 2017 kl. 16:30 - 18:20 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Hulda Karlsdóttir formaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Guðrún Elín Pálsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson ritari
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson
Einnig sátu fundinn Klara Viðarsdóttir undir lið 1. og Heimir Hafsteinsson.

1.Ársreikningur 2016 - S1-3 hf

1704017

Endurskoðaður ársreikningur félagsins til staðfestingar í stjórn.
Farið yfir ársreikning 2016 og hann samþykktur og undirritaður.

2.Framkvæmdir utanhúss S1-3 ehf

1508049

HH kynnti helstu atriði sem brýnust eru varðandi framkvæmdir utanhúss. Áhersla verður lögð á steypuviðgerðir og málun ásamt því að lagfæra rennur og slíkt. HH falið að undirbúa þessar framkvæmdir.

3.Framkvæmdir innanhúss S1-3

1509015

Raunteikningar af 2 og 3 hæð eru nánast tilbúnar en þær eru nauðsynlegur grunnur fyrir frekari framkvæmdir innanhúss. Fljótlega þarf að ráðast í endurmálun í kjallara, 1. og 2. hæð. Ákveðið að leita tilboða í misturkerfi fyrir Miðjuna.

4.Önnur mál

1501058

4.1 Fjármögnun framkvæmda
Ákveðið að leggja fram á næsta stjórnarfundi yfirlit um það fjármagn sem til ráðstöfunar er á þessu ári.

4.2 Aðalfundur S1-3 hf 2017
Tillaga um að boða til aðalfundar 23. maí n.k. kl. 16:30 í fundarsal Miðjunnar.

Samþykkt samhljóða.

4.3 Breyting á framkvæmdastjóra
Ákveðið að Klara Viðarsdóttir taki við framkvæmdastjórn af Heimi Hafsteinssyni og skjöl þar um fyllt út og undirrituð.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:20.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?