31. fundur 04. september 2017 kl. 16:30 - 18:10 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Hulda Karlsdóttir formaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Guðrún Elín Pálsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson ritari
Starfsmenn
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
  • Heimir Hafsteinsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson

1.Rekstraryfirlit 31082017

1709002

Yfirlit um rekstur félagsins
KV fór yfir rekstur félagsins janúar-júlí. Einnig var farið yfir fjárhagsstöðu framkvæmda en framkvæmdir eru almennt á eftir áætlun þar sem erfitt hefur verið að fá iðnaðarmenn til starfa á síðustu misserum. Fram kom að Lífeyrissjóður Rangæinga og Verkalýðsfélag Suðurlands hafa samþykkt hlutafjáraukningu en engin viðbrögð hafa komið frá FIT. KV falið að kalla eftir svari frá FIT og óska eftir greiðslum frá hluthöfum í framhaldinu.

2.Framkvæmdir utanhúss S1-3 ehf

1508049

Staða mála
Allar áætlanir varðandi utanhússframkvæmdir eru á eftir áætlun vegna hörguls á iðnaðarmönnum. HH upplýsti að hann leitaði allra leiða til að koma verkunum áfram. Rætt um samræmingu útlits fyrir byggingarnar en horfið hefur verið frá því að klæða eldri byggingar vegna mikils kostnaðar. Litið er til þess að samræma lit o.þ.h. HH falið að ræða við arkitekta og iðnaðarmenn og leggja drög að útliti og kostnaðaráætlun fyrir næsta fund sem ráðgerður er þann 25. September kl 16:30.

3.Framkvæmdir innanhúss S1-3

1509015

Staða mála.
Áætlaðri endurmálun innanhúss er nánast lokið en eftir er að yfirfara teikningar m.t.t. lagna áður en hægt er að leita tilboða í misturkerfi fyrir Miðjuna. Þeirri vinnu verður flýtt sem kostur er.

4.Önnur mál

1501058

Lokaúttekt ofl.
4.1 Lokaúttekt
Forsenda þess að hægt sé að óska eftir lokaúttekt er að raunteikningar liggi fyrir og að frágangi misturkerfis sé lokið. Stefnt er að því að lokaúttekt verði lokið fyrir næstu áramót.

Fundi slitið - kl. 18:10.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?