33. fundur 27. nóvember 2017 kl. 16:30 - 18:15 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Hulda Karlsdóttir formaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Ólafía B Ásbjörnsdóttir varamaður
  • Ágúst Sigurðsson ritari
Starfsmenn
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
  • Heimir Hafsteinsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri

1.Rekstraryfirlit 24112017

1711052

Rekstraryfirlit janúar-október 2017.
Farið var yfir rekstur félagsins janúar-október.

2.Rekstraráætlun 2018 - Suðurlandsvegur 1-3 hf

1709038

Rekstraráætlun ársins 2018 til samþykktar.
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2018 fyrir Suðurlandsveg 1-3 hf. Áætlunin gerir ráð fyrir tekjum að fjárhæð kr. 47.3 m og rekstrarniðurstöðu fyrir fjármagnsliði kr. 5.4 m. Þá er gert ráð fyrir að framkvæmdir nemi 34.8 m.

Samþykkt samhljóða.

3.Framkvæmdir innanhúss S1-3

1509015

Kynning á raunteikningum ofl.
Lagðar fram raunteikningar af Suðurlandsvegi 1-3 með endanlegri brunahönnun.

Til kynningar.

4.Framkvæmdir utanhúss S1-3 ehf

1508049

Upplýsingar um verðkannanir ofl.
HH greindi frá verðkönnun vegna utanhúsverkefna næsta árs. Nokkur tilboð liggja fyrir en beðið er eftir niðurstöðu frá nokkrum aðilum áður en hægt er að taka ákvörðun.

5.Málefni leigurýma á Suðurlandsvegi 1-3

1604029

Fyrirspurnir frá Festi og Hugverki í heimabyggð.
5.1 Hugverk í heimabyggð
Handverksfólk hefur óskað eftir að vera með jólamarkað í Miðjunni.

Samþykkt að veita þeim leyfi fyrir markaðnum með því skilyrði að uppsetning og frágangur verði í þeirra höndum.

5.2 Erindi frá Festi
Festi hefur óskað eftir stækkun á leigurými. ÁS falið að ræða við forsvarsmann félagsins.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?