7. fundur 27. janúar 2015 kl. 16:30 - 18:45 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Hulda Karlsdóttir formaður
  • Heimir Hafsteinsson varaformaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Már Guðnason aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson ritari
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson
Einnig sat fundinn undir lið 4. Eiríkur Árni Hermannsson umsjónarmaður fasteigna hjá HSU.

1.Rekstrarúttekt

1501054

Skýrsla Ingvalds Gústafssonar ofl.
Þorgils Gunnarsson rafvirkjameistari hefur skilað minnisblaði um rafmagnsnotkun og tillögu um eðlilega skiptingu rafmagnskostnaðar. HK og HH falið að vinna málið áfram. Markús Óskarsson pípulagningameistari hefur yfirfarið heitavatnsnotkun í fasteigninni. Samningar við VÍS um tryggingar gilda út þetta ár, ákveðið að óska tilboða í tryggingar fyrir næstu endurnýjun. YKJ fylgir því eftir. Gengið var frá samningi um húsvörslu við Þjónustumiðstöð Rangárþings ytra með fyrirvara um samþykki eigenda. Ákveðið að halda húsfund mánudaginn 16 febrúar (Bolludagur) kl. 17:00-18:30 og fara þar yfir fyrirkomulag húsvörslu og þrifa og ræða annað viðkomandi sameign. HK boðar fundinn. HK/ÁS hafa átt fund með bankastjóra Arionbanka um lánamál, fundur fljótlega aftur.

2.Erindi um leigugreiðslur

1501055

Farið var yfir rekstur á fundarsal í kjallara Suðurlandsvegs 1-3. Stjórn er ánægð með fyrirkomulag og greiðslur hafa skilað sér. Allir reikningar Suðurlandsvegar 1-3 eru í skilum. Ákveðið að fá EB aðalbókara á fund til að fara yfir stöðu í lok síðasta árs o.fl.

3.Erindi frá Gunnari Aron Ólasyni

1501056

Varðandi mögulegar rangfærslur í fundargerð vinnuhóps eigenda Suðurlandsvegar 1-3 ehf. um uppgjörsmál vegna framkvæmda 2012, þjónustusamninga ofl. (Fundargerð dags. 27.08.2014)
Varðandi mögulegar rangfærslur í fundargerð vinnuhóps eigenda Suðurlandsvegar 1-3 ehf. um uppgjörsmál vegna framkvæmda 2012, þjónustusamninga ofl. (Fundargerð dags. 27.08.2014)

Vinnuhópurinn hefur farið vel yfir málið og skilað til stjórnar svari við erindinu þar sem beðist er afsökunar á óskýru orðalagi (samningar átti að vera samningur). HK mun senda svarið til GAÓ.

4.Aðkoma fulltrúa HSU og Fasteigna ríkissjóðs að framkvæmdum á Suðurlandsvegi 1-3 ehf.

1501057

Að framkvæmdum á Suðurlandsvegi 1-3 ehf.
EÁH kom til fundar. Farið yfir orkumál en komið hefur í ljós að vankantar voru á greiðsluskiptingu. Aðilar eru sammála um lausn málsins. Samþykkt að EÁH, fulltrúi HSU og Fasteigna ríkissjóðs, taki þátt í fundum þar sem sameiginleg mál eru til umræðu. Rætt um aðkomu HSU/Fasteigna ríkissjóðs að viðhaldsverkefnum á fasteigninni. Einnig var rætt um mögulega beina aðild HSU/Fasteigna ríkissjóðs að Suðurlandsvegi 1-3 ehf. Ákveðið að halda sérstakan fund með HSU/Fasteignum ríkissjóðs þar sem farið verður yfir öll sameiginleg mál.

5.Önnur mál

1501058

Rangárþing ytra hefur sagt upp samningi um leigu á skrifstofu (10,55 m2) á annarri hæð á Suðurlandsvegi 3. Stjórn samþykkir samhljóða að uppsögnin taki gildi frá og með 1.1.2015. Uppgjör vegna þrifa á hinu leigða rými hefur farið fram milli Lífeyrissjóðs Rangæinga og Rangárþings ytra
Næsti fundur verður sameiginlegur með HSU/Fasteignum ríkissjóðs, 17.02.2015 nk kl. 15:00.

Fundargerð yfirlesin og samþykkt

Fundi slitið - kl. 18:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?