8. fundur 10. mars 2015 kl. 16:00 - 18:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Hulda Karlsdóttir formaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Heimir Hafsteinsson varaformaður
  • Ágúst Sigurðsson ritari
  • Pétur Magnússon varamaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson
Formaður setti fund og óskaði eftir að bæta við lið 3. Skilmálabreytingar lána, aðrir liðir færast niður. Það samþykkt.

1.Dómur í máli nr. E-3015/2013

1503042

Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur 27.02.2015
Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf ákveður að una dómnum.
Fylgiskjöl:

2.Erindi frá Tannlæknaþjónustan.is

1503045

Ósk um breytingu á leigusamningi
Tannlæknaþjónusta.is hefur óskað eftir breytingum á sínum samningi. HK falið að ganga frá samningi í samræmi við umræður á fundinum.

3.Skilmálabreytingar á lánum

1503046

Samskipti við Arion banka um skilmálabreytingar og prókúru
Samið hefur verið við Arionbanka að greiða áfram einungis vexti og verðbætur til 29.02.2016. Jafnframt lækka vextir lána um 0,4%. Gengið var frá skjölum vegna prókúru stjórnarformanns.

4.Húsfundur - 16.2.2015

1502070

Fundargerð 16022015
4.1 Sameiginleg þrif

Ákveðið að HK sendi út bréf á alla leigjendur og kanna formlega hvort leigendur eru tilbúnir að sameinast um fyrirkomulag þrifa.



4.2 Úrgangur og endurvinnsla

Ákveðið að HK sendi út bréf til allra leigjenda til að leita eftir upplýsingum um magn og flokkunarþarfir.



4.3 Ljósleiðaratenging

Ákveðið að HH ræði við m.a. TRS til að kortleggja stöðu málsins.



4.4 Loftræstingarmál

Fara þarf yfir hvort stillingar og annað virki rétt. HH falið að leita sérfræðiráða.



4.5 Ýmiss búnaður

Ákveðið að gangast í að útvega það sem helst vanhagar um s.s. skiptiborð, auglýsingatöflu og póstkassa. Búið er að kaupa hálkuvarnarmottu. Einnig þarf að finna lipra leið til fyrirtækjamerkinga í lyftu auk þess að leiðrétta hæðamerkingar. HH/PM falið að ganga í málið.



4.6 Vatnsleki hjá Lyf og heilsu

HH fær iðnaðarmann í málið hið fyrsta.

5.Samráðsfundur með HSU og Ríkiseignum

1503044

Fundargerð frá 03032015
5.1 Framkvæmdasjóður

Ákveðið að HK útbúi drög að samþykktum fyrir framkvæmdasjóðinn og sendi á stjórnina til skoðunar. Í framhaldinu verði slík drög sendi á eigendur S1-3 ehf og forsvarsmenn HSU til skoðunar.



5.2 Kostnaður vegna framkvæmda í risi

HK/HH falið að taka saman kostnaðarskýrslu vegna framkvæmdanna og senda á HSU við fyrsta tækifæri.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?