9. fundur 14. apríl 2015 kl. 17:00 - 19:15 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Ágúst Sigurðsson ritari
  • Hulda Karlsdóttir formaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Heimir Hafsteinsson varaformaður
  • Már Guðnason aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson

1.Fjármál apríl 2015

1504019

Yfirlit um fjármál félagsins
Eyþór Björnsson starfandi aðalbókari Rangárþings ytra fór yfir fjárhagsstöðu félagsins m.v. apríl 2015. Ársreikningur 2014 liggur fyrir í drögum.

2.Samráðsfundur með HSU og Ríkiseignum

1503044

Frh. frá 8 fundi
Fyrir liggur samningur frá 2009 við heilbrigðisyfirvöld um kostnaðarþátttöku við m.a. frágang lóðar. HSU hefur óskað eftir að fá frekari útskýringar á ráðstöfun fjármagns skv. samningnum. Sú ráðstöfun liggur fyrir og er HK og HH falið að taka saman svar og senda fulltrúum HSU til upplýsingar.

3.Erindi frá Tannlæknaþjónustan.is

1503045

Frh. frá 8. fundi
Fyrir liggur endurnýjaður samningur. Ákveðið að fá lögfræðing félagsins til að lesa yfir samninginn áður en hann verður undirritaður. ÁS falið að koma þessu í kring.

4.Uppgjör á rafmagni 2014

1504020

Niðurstöður vinnu með kostnaðarskiptingu á rafmagnsgjöldum kynntar. HK falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

5.Framkvæmdasjóður S1-3 ehf

1504021

Samkomulag eigenda
Gengið var frá samkomulagi um framkvæmdasjóð Suðurlandsvegar 1-3 ehf. Samningurinn verður nú sendur til undirritunar hjá Rangárþingi ytra og Verkalýðshúsinu ehf.

6.Loftræstikerfi í Kökuval

1504022

Farið yfir mögulegar lausnir til að bæta úr loftræstingu í aðstöðu Kökuvals. HH falið að leita sérfræðiráða og finna lausnir í samvinnu við leigjendur.

7.Upplýsingar frá leigjendum um þrif og sorpmál

1504023

Fyrir liggja upplýsingar frá mörgum leigjenda um þarfir varðandi þrif og sorp. Ákveðið að HK leiti eftir fundi með hjúkrunarforstjóra HSU og fá upp þeirra óskir og hvort vilji sé til samstarfs um þessi mál. HH/ÁS og MG falið að vinna tillögu að útfærslu sorpmála og leggja fyrir næsta fund.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?