24. fundur 15. nóvember 2023 kl. 08:15 - 09:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Eggert Valur Guðmundsson formaður
  • Viðar Steinarsson aðalmaður
  • Björk Grétarsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Elín Pálsdóttir aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerð ritaði: Klara Viðardóttir framkvæmdastjóri

1.Rekstraryfirlit 2023 S1-3 hf

2302142

Rekstraryfirlit jan-okt 2023
KV fór yfir rekstraryfirlit janúar til október 2023.

2.Fjárhagsáætlun 2024 - Suðurlandsvegur 1-3 hf

2311023

Fjárhagsáætlun 2024 til afgreiðslu
Fjárhagsáætlun 2024 lögð fram til samþykktar. Gert er ráð fyrir svipuðum rekstri og undanfarin ár.

Samþykkt samhljóða.

3.Málefni leigurýma á Suðurlandsvegi 1-3

2206063

Staða leigurýma
Staða leigurýma rædd. Útlit fyrir að öll rými verði í leigu á næsta ári og líkur á því að hægt verði að leigja út rými sem ekki hefur verið í leigu áður.
Einnig voru ræddar mögulegar breytingar á leigurými Rangárþings ytra. Stjórn samþykkir fyrirhugaðar breytingar en þær verði á kostnað leigutaka.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?