34. fundur 21. desember 2017 kl. 16:30 - 17:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Hulda Karlsdóttir formaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
  • Guðrún Elín Pálsdóttir aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson
Mættir eru á fundinn allir stjórnarmenn félagsins.

1.Hækkun á hlutafé félagsins í samræmi við 6. gr. samþykkta félagsins.

1712021

Stjórn félagsins hefur ákveðið að hækka hlutafé félagins um kr. 30.566.187 með útgáfu nýrra hluta, í samræmi við ákvæði 6. gr. samþykkta félagsins. Hið nýja hlutafé skal selt á genginu 1 og er því söluverð nýrra hluta kr. 30.566.187. Samkvæmt tillögu stjórnar skulu nýir hlutir greiddir bæði með skuldajöfnun, kr. 2.763.244 og reiðufé, kr. 27.802.943. Hefur því stjórn félagsins í samræmi við 37. gr., sbr. 5.-8. gr. laga nr. 2/1995, um hlutafélög látið útbúa sérfræðiskýrslu. Þá hefur stjórnin einnig af tilefni hækkunarinnar lagt fram skýrslu í samræmi við ákvæði 33. gr. laga nr. 2/1995. Endurskoðandi félagsins hefur staðfest skýrsluna. Á fundinum var upplýst að áskrift hefði fengist fyrir öllum nýjum hlutum. Skulu hinu nýju hlutir veita réttindi í félaginu frá og með samþykki stjórnarfundar á ofangreindri tillögu. Kostnaður félagsins vegna hlutafjárhækkunarinnar kemur til með að vera um kr. 100.000.

Í tengslum við framangreinda tillögu lágu frammi eftirfarandi skjöl á fundinum:
- Skýrsla endurskoðanda, sbr. 37. gr., sbr. 5.-8. gr. l. nr. 2/1995.
- Skýrsla stjórnar og staðfesting endurskoðanda, sbr. 33. gr. l. 2/1995.
- Uppfærðar samþykktir

Hlutafé félagsins er eftir aukningu kr. 581.061.207. Á fundinum lágu drög samþykkta með breyttri fjárhæð hlutafjár auk þess sem felldar voru á brott tilvísanir til laga um einkahlutafélög sem ranglega voru fyrir hendi. Samþykktirnar voru samþykktar og undirritaðar.

Fundurinn ákvað að veita KPMG ehf. umboð til að tilkynna um ofangreinda breytingu til fyrirtækjaskrár og óska skráningar og leggja fram þau gögn sem til þarf.

2.Önnur mál

1501058

Ekki voru tekin fyrir önnur mál.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?