35. fundur 07. mars 2018 kl. 12:00 - 13:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Hulda Karlsdóttir formaður
  • Ágúst Sigurðsson ritari
  • Guðrún Elín Pálsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Eiríksson varamaður
  • Gunnar Aron Ólason varamaður
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
Starfsmenn
  • Heimir Hafsteinsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson
Hulda Karlsdóttir vék af fundi undir lið 1.1 og Haraldur Eiríksson varamaður tók þátt í fundinum (í síma)í hennar stað.

1.Framkvæmdir utanhúss S1-3 ehf

1508049

1.1 Niðurstöður verðkönnunar í framkvæmdir utanhúss.
1.2 Merkingar og skipulag utanhúss
1.1 Niðurstöður verðkönnunar í framkvæmdir utanhúss.
Farið yfir verðkönnun í múrviðgerðir v/Suðurlandsvegur 3 frá tveimur aðilum. Ákveðið að fela HH og ÁS að leita eftir samningi við Pál Melsteð á þeim forsendum sem liggja fyrir fundinum. Áhersla verði lögð á tíða verkfundi þar sem verkið er þess eðlis.

Samþykkt samhljóða.

1.2 Merkingar og skipulag utanhúss
Fyrir fundinum lá tilboð frá dap arkitektum varðandi ráðgjöf og tillögugerð um merkingar á húsi og lóð, bílastæðum og aðkomu við Miðjuna. Tillaga um að fela HK að ganga frá samkomulagi um verkið í samræmi við tilboðið og umræður á fundinum. Reiknað er með að verkið rúmist innan fjárheimilda framkvæmdasjóðs.

Samþykkt samhljóða

2.Önnur mál

1501058

Ekki voru önnur mál tekin fyrir.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 13:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?