37. fundur 02. október 2018 kl. 09:00 - 10:45 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Hulda Karlsdóttir formaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Guðrún Elín Pálsdóttir aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
  • Heimir Hafsteinsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson

1.Rekstraryfirlit 28092018

1809050

Farið var yfir rekstur félagsins fyrstu 8 mánuði ársins.

2.Framkvæmdir utanhúss S1-3 ehf

1508049

Staða mála í framkvæmdum utanhúss.
HH kynnti stöðu á utanhúsviðgerðum og viðhaldsvinnu við Suðurlandsveg 3. Telja má að um 70% sé lokið af verkinu og endurskoðuð kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir að heildarkostnaður verði allt að 25 m, þar af er kostnaðarhlutdeild Ríkiseigna 37,5%. Stefnt er að verklokum fyrir 1. desember.

3.Málefni leigurýma á Suðurlandsvegi 1-3

1604029

3.1 Erindi frá N1
N1 sem nýr eigandi að verslun Kjarvals á Hellu hefur óskað eftir að framlengja húsaleigusamning við Suðurlandsveg 1-3 hf sem rennur út árið 2021. Í ljósi úrskurðar Samkeppniseftirlitsins vegna samruna Festis og N1 telur stjórn rétt að óska eftir viðræðum við hlutaðeigandi áður en ákvarðanir verða teknar í málinu. ÁS falið að vinna málið áfram.

3.2 Erindi frá öryggistrúnaðarmanni skrifstofu Ry.
Ábending hefur borist um að skerpa þurfi á upplýsingum um neyðarútganga til starfsfólks hússins. Ákveðið að óska eftir fundi með slökkviliðsstjóra Brunvarna Rangárvallasýslu bs til að fara yfir þessi mál. Einnig til þess að undirbúa brunaæfingar haustsins. HH og KV falið að ræða við slökkviliðsstjóra.

4.Önnur mál

1501058

Aðalfundur 2018
4.1 Aðalfundur 2018
Ákveðið að boða til aðalfundar félagsins þann 23. október nk. kl 13:00

4.2 Merkingar og skilti
HH falið að leita tilboða í skilti og merkingar hússins í samræmi við tillögur sem unnið var með sl. vor og leggja fram á næsta stjórnarfundi. HH jafnframt falið að ræða við forsvarsmenn HSU um merkingar á þeirra hluta hússins.

4.3 Vátryggingamál félagsins
Ákveðið að segja upp samningi félagsins við VÍS og óska eftir tilboðum í tryggingar. KV falið að vinna málið áfram.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?