4. fundur 27. ágúst 2019 kl. 13:00 - 14:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Guðrún Elín Pálsdóttir aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
  • Heimir Hafsteinsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson

1.Rekstraryfirlit 26082019

1908032

KV kynnti yfirlit um rekstur félagsins janúar-júlí 2019. Rekstur er í ágætu samræmi við áætlun.

2.Málefni leigurýma á Suðurlandsvegi 1-3

1604029

Farið yfir stöðu mála varðandi leigurými. Guðnabakarí hefur hætt rekstri sínum og er því leigurýmið laust. Þá er einnig laust leigurými í kjallara. Undirbúa þarf auglýsingu á þessum rýmum. Leigurými á efstu hæð eru nú öll komin í útleigu og eins eru leigurými á annarri hæð austurhluta öll komin í útleigu. Fram kom að gera þyrfti átak í tiltekt í geymslurýmum í kjallara þar sem safnast hefur ýmiss varningur í gegnum árin. Ákveðið að fara í tiltektarátak og auglýsa meðal eigenda og leigjenda á Suðurlandsvegi 1-3 að eftir 1. október n.k. verði það sem ekki hefur verið hirt sett í endurvinnslu.

3.Framkvæmdir utanhúss S1-3

1508049

Framkvæmdir hafa verið í lágmarki í sumar. Gert var við gangstéttar framan við Miðjuna sem nokkuð voru gengnar úr skorðum. Smávægilegur frágangur er eftir vegna utanhúsviðgerða - þetta verður klárað á næstu vikum.

4.Framkvæmdir innanhúss S1-3

1509015

HH falið að uppfæra merkingar leigjenda innanhúss.
Fundargerð yfirlesin og staðfest.

Fundi slitið - kl. 14:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?