5. fundur 19. nóvember 2019 kl. 13:00 - 15:25 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Guðrún Elín Pálsdóttir aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
  • Heimir Hafsteinsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Klara Viðarsdóttir framkvæmdastjóri

1.Rekstraryfirlit 31102019

1911036

Rekstraryfirlit til loka október.
KV kynnti yfirlit um rekstur félagsins janúar-október 2019.

2.Rekstraráætlun 2020 - Suðurlandsvegur 1-3 hf

1911037

Rekstraráætlun félagsins lögð fram til afgreiðslu.
Kynnt tillaga að rekstraráætlun fyrir Suðurlandsveg 1-3 hf fyrir árið 2020.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

3.Málefni leigurýma á Suðurlandsvegi 1-3

1604029

Verslun og kjallari.
Fram kom að leigusamningur við Festi er óbreyttur og gildir til loka apríl 2021.
Ákveðið að auglýsa leigurými í kjallara Miðjunnar undir opin skrifstofurými og rými í kjallara S1 undir geymslurými. HH falið að gera verðkönnun á málun í kjallara S1. KV falið að auglýsa rýmin.

4.Framkvæmdir innanhúss S1-3

1509015

Framkvæmdir innanhúss. Brunakerfi, kjallari og fl.
HH falið að lista upp framkvæmdir sem þarf að fara í til að uppfylla brunavarnir og fá lokaúttekt á Miðjuna. HH einnig falið að gera áætlun um kostnað við þessar framkvæmdir og leggja fram á næsta fundi. Nýjar merkingar innanhúss eru klárar og verða settar upp á morgun. Endurnýja þarf loftræstibúnað fyrir S1. HH falið að koma því í ferli þannig að því verði lokið fyrir næsta sumar.

5.Framkvæmdir utanhúss S1-3 ehf

1508049

Framkvæmdir utanhúss. Skiltamál og fl.
HH falið að ræða við umsjónarmann fasteigna hjá HSU varðandi merkingar. HH falið að athuga með skiltamastur, útfærslu og kostnað og leggja fyrir næsta fund. HH falið að lista upp framkvæmdir sem þar að fara í utanhúss og gera kostnaðaráætlun. Það verði lagt fyrir næsta fund. HH falið að athuga með flokkunarílát sem kæmu í stað ruslaíláta sem eru fyrir utan Miðjuna.

Fundi slitið - kl. 15:25.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?