7. fundur 27. maí 2020 kl. 11:00 - 12:00 https://us02web.zoom.us/j/81406154271
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Guðrún Elín Pálsdóttir aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
  • Heimir Hafsteinsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Formaður leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið en fram kom að fundagögn bárust seint í fundagáttina. Engu að síður voru fundarmenn sammála um að halda fundinn.

1.Málefni leigurýma á Suðurlandsvegi 1-3

1604029

Útleiga í kjallara, endurnýjun samnings við Vínbúðina ofl.
Farið yfir málefni leigjenda og leigusamninga. Framkvæmdastjóra falið að yfirfara alla samninga og gera viðeigandi ráðstafanir varðandi endurnýjun þeirra og leggja fram yfirlit á næsta fundi stjórnar. Fram kom að kominn er leigutaki á lausu rými í kjallara Miðjunnar frá og með 1. júlí n.k. Þar með eru öll rými hússins í útleigu.

2.Framkvæmdir innanhúss S1-3

1509015

Verðkönnun, fjármögnun.
HH lagði fram gögn um kostnað við innkaup á misturkerfi og endurskoðaðri brunahólfun Miðjunnar. Fram kom að samkvæmt niðurstöðu ráðgjafa í brunahönnun er hægt að einfalda þær framkvæmdir sem ráðast þarf í til að gera húsið klárt fyrir lokaúttekt. Samkvæmt þessu má gera ráð fyrir að kostnaður hafi því lækkað talsvert frá því sem áður var metið. HH falið að gera verðkönnun á þeim framkvæmdum sem ráðast þarf í samkvæmt niðurstöðu ráðgjafans.

Samþykkt samhljóða.

3.Framkvæmdir utanhúss S1-3 ehf

1508049

Verðkönnun, fjármögnun
HH greindi frá því að verðkönnun í utanhússframkvæmdir skilaði einu tilboði og er það frá Trésmiðju Ingólfs ehf. Jafnframt sagði HH frá undirbúningi við skiltagerð. KV greindi frá könnun meðal lánastofnana á tilboðum í endurfjármögnun á lánum félagsins auk viðbótarfjármögnunar vegna fyrrgreindra framkvæmda. Fyrir lágu tilboð frá Landsbankanum, Arion banka og Júpíter rekstrarfélagi hf. Samþykkt að leita eftir tilboðum frá fleiri aðilum áður en ákvörðun er tekin. Ákveðið að funda að nýju þann 10 júní kl 11:00 í fundarsalnum Heklu.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerð yfirlesin og staðfest með tölvupósti strax að fundi loknum.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?