8. fundur 10. júní 2020 kl. 11:00 - 12:15 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Guðrún Elín Pálsdóttir aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
  • Heimir Hafsteinsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri

1.Rekstraryfirlit 2020

2004021

KV kynnti yfirlit um rekstur félagsins janúar-apríl 2020.

2.Framkvæmdir S1-3 hf - 2020

2006015

Áætlanir ofl.
Lögð fram endurskoðuð áætlun um fjárfestingu í misturkerfi fyrir húsið auk endurskoðaðrar áætlunar um aðrar nauðsynlegar innanhússframkvæmdir til undirbúnings lokaúttektar á Miðjunni. Ákveðið að gera verðkönnun á þeim framkvæmdum sem ráðast þarf í samkvæmt endurskoðaðaðri áætlun með verklok innanhússframkvæmda fyrir 1. desember 2020 og utanhússframkvæmda fyrir 1. september 2020.

Samþykkt samhljóða.

3.Fjármögnun félagsins

2006016

Niðurstaða könnunar meðal lánastofnana
Farið yfir tilboð lánastofnana í endurfjármögnun félagsins. Ákveðið að leita samninga við Landsbankann og framkvæmdastjóra falið að fylgja því eftir og leggja fram á næsta fundi sem boðaður verður um leið og samningar liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 12:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?