10. fundur 24. nóvember 2020 kl. 10:30 - 12:45 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
  • Heimir Hafsteinsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Guðrún Elín Pálsdóttir boðaði forföll og varamaður hennar komst ekki til fundar.

1.Rekstraryfirlit 2020

2004021

Rekstraryfirlit jan-okt 2020
KV fór yfir rekstraryfirlit jan-okt 2020.

2.Rekstraráætlun 2021 - Suðurlandsvegur 1-3 hf

2010039

Rekstraráætlun Suðurlandsvegar 1-3 hf til samþykktar.
Kynnt tillaga að rekstraráætlun fyrir Suðurlandsveg 1-3 hf fyrir árið 2021.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

3.Framkvæmdir S1-3 hf - 2020

2006015

Yfirlit yfir stöðu framkvæmda.
HH fór yfir stöðu framkvæmda. Framkvæmdum utanhúss er svo gott sem lokið. Framkvæmdir innanhúss vegna brunaúttektar eru í fullum gangi og ætti að ljúka fljótlega eftir áramót. Verið að leggja lokahönd á hönnun og staðsetningu skiltis og verða gögn send til skipulags- og byggingafulltrúa þannig að hægt verði að útvega tilheyrandi leyfi.

4.Málefni leigurýma á Suðurlandsvegi 1-3

1604029

Málefni - leigurýma. Erindi frá Festi.
4.1 Kjarval
Fyrir liggur að samningi Krónunnar ehf um verslunarrými á Suðurlandsvegi 1 hefur verið sagt upp og rennur út í lok apríl 2021. Fyrir liggur að Krónan ehf hefur selt rekstur Kjarvals til Sigurðar Elíasar Guðmundssonar í Vík og óska forsvarsmenn Krónunnar eftir því að leigusamningur verði gerður til 10 ára við einkahlutafélag í eigu Sigurðar Elíasar. Forsvarsmenn Samkaupa hafa lýst yfir áhuga á verslunarrekstri á Hellu og komu þeir Ómar Valdimarsson forstjóri Samkaupa og Gunnar E. Sigurðsson framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa inn á fundinn. Þeir kynntu starfsemi félagsins en þeir reka um 65 verslanir vítt og breitt um landið en velta Samkaupa er um 35 milljarðar kr. Þeir lýstu yfir áhuga á því að opna s.k. Kjörbúð á Hellu.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar sem haldinn verður í næstu viku.

4.2 Vínbúðin
Tillaga er um að framlengja samningi með viðauka, við Vínbúðina óbreyttum til 31.5.2028.

Samþykkt samhljóða.

5.Aðalfundur Suðurlandsvegur 1-3 hf 2020

2011030

Ákveða dagsetningu aðalfundar.
Ákveðið að boða til aðalfunda Suðurlandsvegar 1-3 hf þann 3. desember 2020 kl 11-13.
Fundargerð yfirlesin og staðfest rafrænt með SIGNET.IS

Fundi slitið - kl. 12:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?