12. fundur 11. janúar 2021 kl. 10:00 - 11:35 Fjarfundur í gegnum ZOOM
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Guðrún Elín Pálsdóttir aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
  • Heimir Hafsteinsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri

1.Málefni leigurýma á Suðurlandsvegi 1-3

1604029

Verslunarrými á 1 hæð.
1.1. Framtíð verslunarreksturs á Hellu
Gestur fundarins var Finnur Oddsson forstjóri Haga. Rætt var um framtíð verslunarreksturs á Hellu og þau miklu tækifæri sem þar liggja.

1.2 Erindi frá Festi hf um framlengingu leigusamnings
Leigusamningur við Festi hf rennur út 30. apríl 2021 og hefur verið sagt upp af leigutaka með 6 mánaða samningsbundnum fyrirvara. Festi hf hefur óskað eftir því að samningur um verslunarrými á 1. hæð verði framlengdur óbreyttur til 10 ára og gerður við einkahlutafélag Sigurðar Elíasar Guðmundssonar. Samþykkt samhljóða að hefja vinnu við undirbúning á nýjum leigusamningi. Formanni falið að hafa samband við forstjóra Festi hf og Sigurð Elías Guðmundsson til að hefja þá vinnu. Samningur verði síðan tekinn fyrir til afgreiðslu hjá stjórn þegar hann liggur fyrir.

2.Rekstraryfirlit 2020

2004021

Yfirlit yfir rekstur til 31.12.2020
KV kynnti rekstraryfirlit fyrir árið 2020 sem liggur nú fyrir í bráðbirgðauppgjöri. Veltufé frá rekstri er jákvætt og að frátöldum afskriftum þá er rekstrarniðurstaðan jákvæð. Heildarfjárfesting ársins liggur einnig fyrir.

3.Framkvæmdir innanhúss S1-3

1509015

Staðan á framkvæmdum innanhúss og skiltamálum.
HH kynnti stöðu framkvæmda og lagði fram yfirlit. Útlit er fyrir að yfirstandandi framkvæmdum vegna lokaúttektar ljúki fyrrihluta febrúar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt með tölvupósti strax að fundi loknum.

Fundi slitið - kl. 11:35.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?