17. fundur 18. október 2021 kl. 09:00 - 10:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Elín Pálsdóttir aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Haraldur Eiríksson varamaður
Starfsmenn
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
  • Heimir Hafsteinsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Klara Viðarsdóttir framkvæmdastjóri
Yngvi Karl forfallaðist á síðustu stundu og haft var samband við varamann sem komst ekki með svo skömmum fyrirvara.

1.Rekstraryfirlit 2021 S1-3 hf

2103057

Rekstraryfirlit jan-sept 2021
KV fór yfir rekstraryfirlit jan til sept 2021

2.Rekstraráætlun 2022 - Suðurlandsvegur 1-3 hf

2109027

Fjárhagsáætlun 2022
Kynnt var tillaga að fjárhagsáætlun fyrir Suðurlandsveg 1-3 hf fyrir 2022.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

3.Framkvæmdir innanhúss S1-3

1509015

Staða framkvæmda
HH fór yfir stöðu framkvæmda vegna lokaúttektar. Ennþá gert ráð fyrir að lokaúttekt fari fram fyrir lok október.

4.Framkvæmdir utanhúss S1-3 ehf

1508049

Vindfang framan við verslun og plan á baklóð.
HH fór yfir skiltamál. Verið að bíða eftir merkingum frá leigjendum á skiltið úti á plani. Gert ráð fyrir að merkingar verði komnar upp fyrir lok nóv. Unnið er að því að koma upp merkingum á turninn.
KV og HH áttu fund með fulltrúa Samkaupa vegna vindfangs til að fara yfir spurningar sem upp komu á síðasta fundi. Samþykkt að heimila framkvæmdina með þeim skilyrðum sem stjórnin setur.
Rætt um framkvæmdir við plan á baklóð. Fyrsta skref er að fá lóðamál á hreint og er það komið í ferli hjá Skipulags-og byggingarfulltrúa. Næsta skref er að fá kostnaðarmat. Að því loknu er hægt að taka ákvörðun um framkvæmdir.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?