19. fundur 11. júlí 2022 kl. 10:40 - 11:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Eggert Valur Guðmundsson formaður
  • Viðar Steinarsson aðalmaður
  • Svavar L. Torfason varamaður
  • Guðrún Elín Pálsdóttir aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Klara Viðarsdóttir framkvæmdastjóri

1.Stjórn skiptir með sér verkum

2206062

Kjör formanns og varaformanns
Lagt er til að Eggert Valur Guðmundsson verði formaður og Viðar Steinarsson verði varaformaður.

Samþykkt samhljóða

2.Rekstraryfirlit 2022 S1-3 hf

2203101

Rekstraryfirlit jan-maí
KV kynnti rekstraryfirlit jan-maí 2022. Reksturinn er í ágætis jafnvægi að öðru leyti en því að verðbólga hefur áhrif á fjármagnsliði til verulegrar hækkunar.

3.Málefni leigurýma á Suðurlandsvegi 1-3

2206063

Farið yfir stöðu leigurýma. Rými á efstu hæð ca. 60 fm er laust frá 1. júní. Formanni falið að ræða við hugsanlega leigutaka.
Rætt um verslun Samkaupa á jarðhæð. Rætt um að fá fund með leigutökum í haust.

4.Framkvæmdir Suðurlandsvegur 1-3

2206064

Framkvæmdum vegna lokaúttektar lauk í apríl og lokaúttektarvottorð var gefið út 7. apríl.
Rætt um merkingar á bílastæðum framan við Miðjuna. Framkvæmdastjóra falið að láta gera merkingar fyrir akstursstefnu á bílaplani næst húsinu.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?