20. fundur 07. nóvember 2022 kl. 09:00 - 10:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Eggert Valur Guðmundsson formaður
  • Viðar Steinarsson aðalmaður
  • Svavar L. Torfason varamaður
  • Guðrún Elín Pálsdóttir aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerð ritaði: Klara Viðardóttir framkvæmdastjóri
Heimir Hafsteinsson sat fundinn undir lið 5.

1.Rekstraryfirlit 2022 S1-3 hf

2203101

Yfirlit yfir rekstur jan-sept 2022
KV fór yfir rekstur janúar til september 2022. Reksturinn er í góðu jafnvægi miðað við áætlun fyrir utan fjármagnsliði vegna hækkunar verðbólgu.

2.Rekstraráætlun 2023 - Suðurlandsvegur 1-3 hf

2211013

Rekstraráætlun 2023
Fjárhagsáætlun 2023 lögð fram til samþykktar. Gert er ráð fyrir svipuðum rekstri og undanfarin ár.

Samþykkt samhljóða.

3.Erindi frá Lífeyrissjóði Rangæinga

2211014

Beiðni um verðmat
Lögð fram beiðni um að láta vinna verðmat á félaginu frá Lífeyrissjóði Rangæinga.
Stjórn samþykkir tillöguna og felur framkvæmdastjóra að láta vinna verðmat. Stefnt er að því að verðmat verði tilbúið fyrir lok febrúar 2023.

Samþykkt samhljóða

4.Málefni leigurýma á Suðurlandsvegi 1-3

2206063

Staða leigurýma
KV fór yfir stöðu á leigurýmum hússins. Útlit fyrir fulla nýtingu á húsnæðinu á næsta ári.

5.Framkvæmdir Suðurlandsvegur 1-3

2206064

Staða á viðhaldi og framkvæmdum
HH fór yfir stöðu á viðhaldi hússins og fyrirhugað viðhald. Engar stærri framkvæmdir eru fyrirhugaðar á næsta ári. Byggðarráð vísaði erindi varðandi salernismál til stjórnar Suðurlandsvegar og var tekin umræða um þau mál. Stjórn félagsins telur að félagið geti ekki brugðist með því að fjölga almenningssalernum að svo stöddu. Gætt verður að því að merkingar innanhúss sem vísa á salerni verði sýnilegri.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?