21. fundur 09. janúar 2023 kl. 13:00 - 14:15 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Eggert Valur Guðmundsson formaður
  • Viðar Steinarsson aðalmaður
  • Svavar L. Torfason varamaður
  • Guðrún Elín Pálsdóttir aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerð ritaði: Klara Viðardóttir framkvæmdastjóri
Haraldur Birgir Haraldsson og Heimir Hafsteinsson sátu fundinn undir lið 2.

1.Rekstraryfirlit 2022 S1-3 hf

2203101

Yfirlit yfir rekstur jan-nóv 2022
KV fór yfir rekstur félagsins jan-nóv 2022. Helsta frávik í rekstrarniðurstöðu liggur í hækkun verðbóta vegna verðbólgu sem var hærri en áætlað var.

2.Málefni leigurýma á Suðurlandsvegi 1-3

2206063

Fyrirhugaðar breytingar á leigurými Rangárþings ytra.
Lagt fram erindi frá Almari bakara vegna aðstöðu. Framkvæmdastjóra falið að bjóða Almari til fundar til að ræða erindið.

Kynntar tillögur að breytingum á leigurými Rangárþings ytra að Suðurlandsvegi 1-3.

3.Erindi frá Lífeyrissjóði Rangæinga

2211014

Verðmat
Lögð fram áætlun um kostnað við verðmat frá KPMG sem gerir ráð fyrir kostnaði að upphæð kr. 500 þús. án vsk. Framkvæmdastjóra falið að ganga frá samningi á grundvelli verðtilboðs við KPMG um verkefnið.

Fundi slitið - kl. 14:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?