23. fundur 03. apríl 2023 kl. 13:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Eggert Valur Guðmundsson formaður
  • Viðar Steinarsson aðalmaður
  • Svavar L. Torfason varamaður
  • Guðrún Elín Pálsdóttir aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerð ritaði: Klara Viðarsdóttir framkvæmdastjóri

1.Ársreikningur 2022 - S1-3 hf

2303083

Ársreikningur fyrir árið 2022 til afgreiðslu
Ársreikningur 2023 lagður fram til samþykktar. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði er jákvæð um 4,2 mkr en tap ársins eftir fjármagnsliði er 32,7 mkr. Veltufé frá rekstri var jákvætt um 15,4 mkr og eigið fé í árslok 346,6 mkr. Tap á rekstri varð meira en áætlanir gerðu ráð fyrir vegna aukinnar verðbólgu.

Ársreikningur 2022 samþykktur samhljóða.

2.Rekstraryfirlit 2023 S1-3 hf

2302142

Yfirlit rekstrar jan-feb 2023
Framkvæmdastjóri kynnti yfirlit yfir rekstur jan-feb 2023.
Reksturinn er í ágætis jafnvægi eftir fyrstu 2 mánuði ársins en fjármagnsliðir eru þó heldur hærri en reiknað var með þar sem ekki hefur enn dregið úr verðbólgu eins og gert var ráð fyrir.

3.Aðalfundur Suðurlandsvegur 1-3 hf 2023

2303082

Ákveða dagsetningu fyrir aðalfund 2023
Tillaga um að aðalfundur félagsins fari fram 24.4.2023 kl.10:00.
Framkvæmdastjóra falið að boða til fundar.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?