17. fundur 23. júní 2023 kl. 08:15 - 09:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varaoddviti
  • Eggert Valur Guðmundsson oddviti
  • Viðar M. Þorsteinsson varamaður
  • Brynhildur Sighvatsdóttir varamaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson varamaður
  • Björk Grétarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Brynhildur Sighvatsdóttir var boðin velkomin á sinn fyrsta sveitarstjórnarfund.

1.Hvammsvirkjun. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

2.Eignarhald - Strandarvöllur ehf.

2306025

Lagt fram erindi Golfklúbbs Hellu þar sem óskað er eftir því að eignarhlutur Rangárþings ytra í rekstrarfélaginu Strandarvöllur ehf renni til Golfklúbbs Hellu. Samhljóðandi erindi hefur verið sent til Ásahrepps og Rangárþings ytra.

Lagt til að fela oddavita og sveitarstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við önnur sveitarfélög í sýslunni.

Samþykkt samhljóða.

3.Hesthúsvegur 16 - Kaupsamningur

2306028

Lagður fram kaupsamningur vegna Hesthúsvegar 16 milli Anne Bau og Rangárþings ytra um kaup sveitarfélagsins á húsinu vegna flutnings í nýtt hesthúsahverfi.

Lagt til að samþykkja samninginn og fela sveitarstjóra að undirrita hann.

ÞS tók til máls.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

4.Refasamningur 2023-2025

2306032

Lögð fram drög að samningi um refaveiðar milli Umhverfisstofnunar og Rangárþings ytra fyrir árin 2023-2025

Lagt til að samþykkja samninginn og fela sveitarstjóra að undirrita hann.

Samþykkt samhljóða.

5.Fundaáætlun 2023 - sveitarstjórn, byggðaráð, skipulags- og umf. nefnd

2212017

Sumarleyfi sveitarstjórnar.
Lögð fram tillaga um að sumarleyfi sveitarstjórnar árið 2023 verði frá 23. júní til 16. ágúst. Byggðarráði er veitt umboð til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða

6.Oddi bs - 12

2305009F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.

BG, JGV, EÞI og ÞS tóku til máls vegna liðar 8 í fundargerðinni.

Tekið fundarhlé.

7.Fundargerðir stjórnar SÍS - 2023

2301060

Fundargerðir 929. og 930. fundar stjórnar SÍS.
Lagt fram til kynningar.

8.Auka aðalfundur 2023

2306029

Aukafundur Veiðifélags Landmannaafréttar.
Lagt fram til kynningar.

9.Ferð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um Suðurland.

2306041

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?