25. fundur 27. apríl 2016 kl. 16:35 - 17:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaoddviti
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Anna María Kristjánsdóttir varamaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Fundinum stjórnaði Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaoddviti og lagði til að við bættist liður 1. Byggðarráð Rangárþings ytra - 21. Það var samþykkt. Auðunn Guðjónsson endurskoðandi KPMG og Klara Viðarsdóttir aðalbókari sátu einnig fundinn undir lið 2.

1.Byggðarráð Rangárþings ytra - 21

1604009

Tillaga um að staðfesta fundargerðina.Samþykkt samhljóða.

2.Ársreikningur 2015

1604041

Ársreikningur 2015 lagður fram til fyrri umræðu
Auðunn Guðjónsson, löggiltur endurskoðandi sveitarfélagsins, kynnti niðurstöður ársreiknings fyrir Rangárþing ytra fyrir árið 2015. Einnig lögð fram endurskoðunarskýrsla fyrir árið 2015.Tillaga um að vísa ársreikningnum til síðari umræðu.Samþykkt samhljóða.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?