7. fundur 23. nóvember 2022 kl. 10:30 - 11:10 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varaoddviti
  • Eggert Valur Guðmundsson oddviti
  • Erla Sigríður Sigurðardóttir aðalmaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri

1.Fjárhagsáætlun 2023-2026

2208121

Fjárhagsáætlun 2023-2026. Fyrri umræða.
Lögð fram og kynnt tillaga byggðarráðs að fjárhagsáætlun Rangárþings ytra fyrir árin 2023-2026. Fjárhagsáætlun verður tekin til síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar þann 14. desember n.k.

2.Stóru-Vellir Landskipti Stóru-Vellir 2 og 3 og Sléttuvellir.

2211004

Beiðni um landskipti á Stóru Völlum. Stóru Vellir 2 og 3 og Sléttuvellir
Málið var tekið fyrir á fundir skipulaglags- og umferðarnefndar þann 3. nóv.2022 og var eftirfarandi bókað: Eigendur Stóru-Valla L165011 óska eftir að fá að skipta út tveimur lóðum úr jörð sinni. Annars vegar 12 ha spildu sem fengi heitið Stóru-Vellir 2 og landnúmerið Lxxxxxx og hins vegar 11 ha spilda sem fengi heitið Stóru-Vellir 3 og landnúmerið Lxxxxxx. Jafnframt er óskað eftir að stofnuð verði 3,8 ha lóð sem fengi heitið Sléttuvellir og sú lóð sameinist lóðinni Stóru-Vellir lóð, L200571 og héldi heitinu. Uppdráttur landskipta frá Landnotum dags. 1.11.2022.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum.
Á fundi sveitarstjórnar 9. nóvember s.l. var afgreiðslu málsins frestað en tvær athugasemdir hafa borist.

Almennt njóta landeigendur heimildar til að skipta upp landi sínu að því gefnu að slík landskipti fari ekki gegn skipulagi eða önnur veigamikil rök mæli því í gegn. Fyrir liggur að samkvæmt 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þarf ávallt heimild sveitarstjórnar til að skipta jörðum eða landi.

Sveitarstjórn hefur yfirfarið framkomnar athugasemdir. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemdir við niðurstöðu skipulags- og umferðarnefndar og samþykkir fyrir sitt leyti áformuð landskipti og heiti á lóðum. Sveitarstjórn áréttar að í samþykki á landskiptunum fellst ekki afstaða til einkaréttarlegs ágreinings um tilvist og inntak umferðarréttar á svæðinu. Loks skal áréttað að við afgreiðslu málsins getur sveitarfélagið einungis horft til þinglýstra heimilda um eignarhald landsins.

Samþykkt samhljóða.

3.Trúnaðarmál

2211060

Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 11:10.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?