12. fundur 29. apríl 2015 kl. 15:00 - 17:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaoddviti
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Einar Sveinbjörnsson endurskoðandi KPMG og Eyþór Björnsson starfandi aðalbókari sátu fundinn undir lið 1.

1.Ársreikningur 2014

1504033

Ársreikningur 2014 lagður fram til fyrri umræðu
Einar Sveinbjörnsson, löggiltur endurskoðandi sveitarfélagsins, kynnti niðurstöður ársreiknings fyrir Rangárþing ytra fyrir árið 2014. Einnig lögð fram endurskoðunarskýrsla fyrir árið 2014.



Ársreikningnum vísað samhljóða til síðari umræðu.

2.Landmannalaugar, deiliskipulag

1310038

Skipan vinnuhóps um skipulagsmál í Landmannalaugum
Tillaga er um að stofna vinnuhóp um skipulagsmál í Landmannalaugum. Vinnuhópurinn verði samsettur að hluta til af því fólki sem starfaði að hugmyndavinnunni á síðastliðnu ári auk formanns skipulagsnefndar Rangárþings ytra. Þá verði óskað eftir því við Forsætisráðuneytið og Samtök ferðaþjónustunnar að skipa einnig fulltrúa í vinnuhópinn.



Jafnframt verði skapaður vettvangur til samráðs um skipulagsmál og önnur hagsmunamál að fjallabaki milli sveitarfélagsins og Ferðafélags Íslands sem rekur umfangsmikla og mikilvæga starfsemi á nokkrum stöðum á hálendinu.



Samþykkt samhljóða.

3.Fjölskyldugarður

1504031

Tillögur nefndar um staðsetningu og þróun fjölskyldugarðs á Hellu
Sveitarstjórn tekur undir tillögur nefndarinnar um að vinna að þróun útivistarsvæðis fyrir íbúa - á svæðinu meðfram Ytri-Rangá neðan við bæinn Nes. Sviðsstjóra eigna- og framkvæmdasviðs falið að vinna málið áfram í samstarfi við Umhverfisnefnd.



Samþykkt samhljóða

4.Ósk um samstarf - EAB New Energy GmbH

1503026

Undirritun viljayfirlýsingar
Fulltrúar EAB New Energy GmbH og Rangárþings ytra undirrituðu sameiginlega viljayfirlýsingu.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?