33. fundur 30. maí 2024 kl. 09:00 - 10:15 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Helga Björg Helgadóttir
  • Tómas Birgir Magnússon
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Sandra Rún Jónsdóttir embættismaður
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
  • Christiane L. Bahner embættismaður
  • Glódís Margrét Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri

1.Rekstaryfirlit 2024 Tónlistarskóli Rangæinga bs.

2404107

Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri kynnti rekstur byggðasamlagsins janúar til apríl. Reksturinn er í ágætu jafnvægi og í samræmi við fjárhagsáætlun.

Lagt fram til kynningar.

2.Skóladagatal 2024-2025

2404108

Skólastjóri fór yfir skóladagatal 2024-2025.

Stjórn leggur til að skóladagatalið verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

3.Úr starfi Tónlistarskólans

2404109

Aðstoðarskólastjóri, sem er starfandi skólastjóri í fjarveru skólastjóra, fór yfir ýmis málefni úr starfi skólans.
Farið var yfir fjölda nemenda í námi og forskóla og fjölda nemenda sem þreyttu lokapróf. Farið var yfir starfsmannafjölda og þá viðburði sem haldnir voru í vetur.

Fram kom að starfið hafi gengið vel í vetur. Fimm nemendur tóku grunnpróf í vetur og einn miðpróf. Haldnir voru 27 nemendatónleikar, 6 tónfundir og 2 stórir samspilstónleikar ásamt fjölda annarra viðburða. Einn nemandi komst áfram í Upptaktinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna.

Farið var yfir húsnæðismál á Laugalandi. Fyrir liggur að tónlistarskólinn eigi að flytja í kjallarann næsta skólaár. Stjórn telur það ekki ásættanlegt og leggur áherslu á að tónlistarskólinn fái áfram viðunandi kennsluaðstöðu. Stjórn hvetur stjórnendur Laugalandsskóla að finna aðra lausn í samráði við skólastjóra tónlistarskólans því að öðrum kosti er óvíst um starfssemi tónlistarskólans á Laugalandi næsta skólaár.

Samþykkt samhljóða.

4.Starfsmannamál

2405062

Skólastjórar fóru yfir mannauðsmál tónlistarskólans. Einn kennari hefur sagt upp starfi en að öðru leyti eru ekki fyrirséðar breytingar á kennurum. Gert er ráð fyrir að aðstoðarskólastjóri leysi skólastjóra af í fæðingarorlofi næsta vetur. Formanni falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?