4. fundur 03. október 2017 kl. 16:30 - 18:00 Fundarsalur Miðjunni á Hellu
Nefndarmenn
  • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
  • Nanna Jónsdóttir aðalmaður
  • Ísólfur Gylfi Pálmason aðalmaður
  • Sigríður Aðalsteinsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson
Guðjón Halldór Óskarsson forfallaðist og varamaður komst ekki.

1.Rekstraryfirlit 03102017 - TónRang

1709027

Yfirlit um rekstur jan-sept
Farið var yfir rekstur skólans janúar-september. Ljóst er að vegna nýrra kjarasamninga tónlistarkennara verður launakostnaður meiri en áætlað var sem nemur u.þ.b. 6 m. Tillaga er um að þessum kostnaðarauka verður mætt með lækkun á handbæru fé Tónlistarskólans. Samþykkt samhljóða.

2.Rekstraráætlun 2018 - Tónlistarskólinn

1709026

Drög að rekstraráætlun ársins 2017
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir skólaárið 2017-2018 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2018. Lagt er til að gjaldskrá verði óbreytt frá fyrra ári. Launaliðir hækka um 9% frá fyrra ári vegna nýrra kjarasamninga og hækkun launavísitölu. Heildartekjur eru áætlaðar 99.8 m og heildargjöld 102.7 m. Gert er ráð fyrir að framlag sveitarfélaganna hækki um 9% frá fyrra ári en gengið verður á handbært fé Tónlistarskólans sem nemur 2.8 m.

Gjaldskrá og fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða.

3.Úr starfi tónlistarskólans

1605035

Skýrsla skólastjóra
Skólastjóri sagði frá blómlegu starfi skólans en nemendum hefur fjölgað úr 169 í 198 og er það 17% fjölgun milli ára. Viðburðir á afmælisári tókust vel. Samstarsverkefni Tónlistarskólans og Leikskólans á Laugalandi fer vel af stað. Þá er í gangi samstarf milli Harmonikkufélags Rangæinga og Tónlistarskólans sem þegar hefur skilað sér í mikilli fjölgun nemenda í harmonikkunámi. Fullorðnum nemendum skólans hefur fjölgað. Alls eru 18 kennarar við störf, í hlutastörfum 12 og 5 stundakennarar. Stöðugildin er 10,85 með skólastjóra og ritara. Aðstaða skólans hefur batnað á Hellu og Hvolsvelli en þrengst hefur um starfsemina á Laugalandi.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?