Guðjón Halldór Óskarsson forfallaðist og varamaður komst ekki.
1.Rekstraryfirlit 03102017 - TónRang
1709027
Yfirlit um rekstur jan-sept
Farið var yfir rekstur skólans janúar-september. Ljóst er að vegna nýrra kjarasamninga tónlistarkennara verður launakostnaður meiri en áætlað var sem nemur u.þ.b. 6 m. Tillaga er um að þessum kostnaðarauka verður mætt með lækkun á handbæru fé Tónlistarskólans. Samþykkt samhljóða.
2.Rekstraráætlun 2018 - Tónlistarskólinn
1709026
Drög að rekstraráætlun ársins 2017
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir skólaárið 2017-2018 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2018. Lagt er til að gjaldskrá verði óbreytt frá fyrra ári. Launaliðir hækka um 9% frá fyrra ári vegna nýrra kjarasamninga og hækkun launavísitölu. Heildartekjur eru áætlaðar 99.8 m og heildargjöld 102.7 m. Gert er ráð fyrir að framlag sveitarfélaganna hækki um 9% frá fyrra ári en gengið verður á handbært fé Tónlistarskólans sem nemur 2.8 m.
Gjaldskrá og fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá og fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða.
3.Úr starfi tónlistarskólans
1605035
Skýrsla skólastjóra
Skólastjóri sagði frá blómlegu starfi skólans en nemendum hefur fjölgað úr 169 í 198 og er það 17% fjölgun milli ára. Viðburðir á afmælisári tókust vel. Samstarsverkefni Tónlistarskólans og Leikskólans á Laugalandi fer vel af stað. Þá er í gangi samstarf milli Harmonikkufélags Rangæinga og Tónlistarskólans sem þegar hefur skilað sér í mikilli fjölgun nemenda í harmonikkunámi. Fullorðnum nemendum skólans hefur fjölgað. Alls eru 18 kennarar við störf, í hlutastörfum 12 og 5 stundakennarar. Stöðugildin er 10,85 með skólastjóra og ritara. Aðstaða skólans hefur batnað á Hellu og Hvolsvelli en þrengst hefur um starfsemina á Laugalandi.
Fundi slitið - kl. 18:00.