5. fundur 23. janúar 2018 kl. 14:00 - 15:20 í fundarsalnum Heklu, 2h Miðjunnar á Hellu
Nefndarmenn
  • Ágúst Sigurðsson formaður
  • Ísólfur Gylfi Pálmason ritari
  • Nanna Jónsdóttir aðalmaður
  • Guðjón Halldór Óskarsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigríður Aðalsteinsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ísólfur Gylfi Pálmason

1.Uppgjör lífeyrismála - Brú

1801005

Uppgjör vegna breytinga á málefnum A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga (Brú)
Formaður lagði fram uppgjör vegna breytinga á málefnum A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga (Brú) Þar kemur fram að framlag í Jafnvægissjóð er kr.430.112 lífeyrisauki er kr. 11.449.853 Varúðarrsjóður er kr. 1.231.809 Framlagið er því í heildina kr. 13.111.774. Stjórnin leggur til að framlagið í heild sinni verði greitt í einu lagi. Óskað er eftir í viðauka 1 að skuldbindingar við Brú verði gerðar upp með þvi að ganga á eigið fé að upphæð kr. 8.000.000 m. og afgangurinn skiptist skv. gildandi skiptireglu á aðildarsveitarfélög.

2.Rekstraryfirlit árið 2017

1801024

Yfirlit um rekstur janúar-desember 2017 m.v. 17.1.2018
Formaður lagði fram yfirlit um rekstur janúar-desember 2017 m.v. 17.1.2018. Þar kemur fram að tekjur skólans eru kr. 2.8 m umfram áætlun en útgjöld eru kr. 7.4 m umfram áætlun. Ástæður þessa eru hækkun launa skv.kjarasamningum. Gögn eru tilbúin til undirbúnings ársreiknings. Formanni og skólastjóra falið að skoða sparnaðarleiðir varðandi bókhald skólans.

3.Önnur mál

1801025

Innra mat hjá skólanum
Sjálfsmat skólans: Skólastjóri er að undirbúa könnun um viðhorf foreldra til skólans vinna að áhættumati í tengslum við lög og reglur um aðbúnað- hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Skóladagatöl: Stjórn Tónlistarskóla Rangæinga hvetur til þess að skólar á starfssvæði Tónlistarskólans samræmi skóladagatöl sín eins og frekast er kostur.

Fundi slitið - kl. 15:20.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?