13. fundur 30. júlí 2019 kl. 09:00 - 10:26 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
  • Brynja Jóna Jónasdóttir aðalmaður
  • Guðjón Halldór Óskarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
  • Sigríður Aðalsteinsdóttir embættismaður
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
Einnig sat fundinn Marteinn Steinar Jónsson vinnustaðasálfræðingur.

1.Rekstraryfirlit janúar til júní 2019

1907028

Yfirlit um rekstur fyrri hluta árs.
Klara Viðarsdóttir fer yfir rekstraryfirlit það sem af er árinu 2019. Rekstur virðist í nokkuð góðu jafnvægi, þó líklegt að hann fari óverulega fram úr áætlun. Lagt fram til kynningar.

2.Ársreikningur 2018 - Tónlistarskóli Rangæinga

1907033

Til staðfestingar hjá stjórn.
Klara Viðarsdóttir fer yfir og kynnir ársreikning 2018.
Ársreikningur 2018 lagður fram og samþykktur samhljóða.

3.Trúnaðarmál 14052019

1907029

Trúnaðarmál fært í sér fundargerð.

Fundi slitið - kl. 10:26.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?