25. fundur 16. nóvember 2021 kl. 10:00 - 10:35 Fjarfundur í gegnum ZOOM
Nefndarmenn
  • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
  • Brynja Jóna Jónasdóttir aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Guðjón Halldór Óskarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Sandra Rún Jónsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
Ágúst bauð fundarmenn velkomna og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð sem engin voru. Einnig sat fundinn Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri.

1.Rekstraráætlun 2022 - Tónlistarskólinn

2111007

Útfærsla kostnaðarskiptingar sveitarfélaganna
Samþykkt að fara yfir fyrirliggjandi nemendafjölda með tilliti til reiknireglu sem fram kemur í samþykktum og kostnaðarskipta skv. því. Samþykkt að gjald vegna forskóla verði endurskoðað svo hann standi undir sér. Fyrir hann verði svo greitt sérstaklega skv. raunkostnaði. Gert verði upp vegna ársins 2021 skv. núverandi fyrirkomulagi fyrir fyrstu 8 mánuði ársins en síðustu 4 mánuði skv. yfirförnum nemendafjölda án forskólanema og fyrir forskóla skv. raunkostnaði.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 10:35.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?