146. fundur 15. júní 2016 kl. 10:00 - 10:00 í Miðjunni á Hellu
Nefndarmenn
  • Ágúst Sigurðsson formaður
  • Egill Sigurðsson aðalmaður
  • Ísólfur Gylfi Pálmason ritari
  • Guðjón Halldór Óskarsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ísólfur Gylfi Pálmason
Einnig sat fundinn Sigríður Aðalsteinsdóttir skólastjóri. Varamenn höfðu boðað forföll. Í upphafi fundar var ritað undir síðustu fundargerð.

1.Ársreikningur 2015

1605033

Ársreikningur Tónlistarskólans KPMG
Guðmundur Einarsson fór yfir helstu kennitölur ársreiknings tónlistarskólans. Rekstartekjur eru 81.887.127, Rekstrargjöld nema kr. 77.913.588, vaxtagjöld eru kr. 402.930. Rekstrarniðursta ársins er kr. 4.376.469. Að öðru leyti er vísað í ársreikning Tónlistarskóla Rangæinga 2015. Einnig lagði skólastjóri fram ársskýrsla skólaársins 2015-2016 til kynningar. Þar er farið yfir starfsemi skólans. Skýrslan skiptist í : Forskóla, Suzukideild, Samspil, Ryþmísk nám og samspil, Strengjasveit og Starfsfólk. Einnig er fjallað um Nemendafjölda,Tónleika, Námsmat, Samstarf og Hljóðfæri.Ársreikningur samþykktur samhljóða.

2.Skóladagatal 2016-2017

1605036

Áætlun næsta skólaárs.
Skólastjóri lagði fram skóladagatal næsta skólaárs. M.m. er hve grunnskólarnir starfa lengi í sýslunni. Kennarar Tónlistarskólans koma saman til fyrsta fundar starfsársins 2016-2017 24. ágúst n.k. Æskilegt er að skólar í sýslunni samræmi skóladagatöl sín eins og hægt er. Skólaslit eru áætluð 19. maí 2017. Skóladagatal samþykkt samhljoða.

3.Tónlistarskóli Rangæinga 60 ára

1605034

Kennsla hófst við skólann 19. október 1956.
Á næsta ári eru liðin 60 ár frá því að tónlistarskóinn hóf göngu sína. Afmælisdagurinn er 19. október. Skólastjóri sagði frá hugmyndum sínum um hvernig æskilegt væri að minnast þessara tímamóta. Efnt verður til sérstakra afmælistónleika og áhugi er fyrir því að kalla saman fyrrverandi nemendur skólans sem hafa starfað við tólnist og getið sér gott orð. Stefnt er að því gera sérstaka dagskrá til þess að minnast þessara tímamóta. Nauðsynlegt að kostnaðaráætlun liggi fyrir í ágúst n.k.

4.Úr starfi tónlistarskólans

1605035

Skýrsla skólastjóra
Rekstrartölur: Staða fjárhagsáætlunar lögð fram til kynningar, fyrstu fjórir mánuðir ársins.Kristín Jóhanna Dudziak Glúmsdóttir hefur verið ráðin til þess að kenna á blokkflautu í Suzukideild.Stjórn Tónlistarskóla Rangæinga þakkar skólastjóra og kennurum skólans fyrir gott samstarf og metnaðarfullt starf.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?