1. fundur 04. júlí 2023 kl. 08:30 - 09:45 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Magnús H. Jóhannsson formaður
  • Viðar M. Þorsteinsson aðalmaður
  • Gústav Magnús Ásbjörnsson aðalmaður
  • Björk Grétarsdóttir aðalmaður
  • Daníel Freyr Steinarsson varamaður
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson, Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Erindisbréf nefnda - endurskoðun

2207031

Lagt fram erindisbréf fyrir Umhverfis- hálendis- og samgöngunefnd.
Farið yfir nýtt erindisbréf nefndarinnar. Nefndin mun funda næst í ágúst 2023 og fara nánar yfir verkefnin sem nefndinni er ætlað að sinna.

2.Umhverfis- hálendis- og samgöngunefnd. kjör varaformanns

2307003

Kjör varaformanns. Í 2. gr. erindisbréfs nefndarinnar er kveðið á um að nefndarfólk kjósi varaformann á fyrsta fundi nefndarinnar.
Nefndin leggur til að Fjóla Kristín B. Blandon verði varaformaður nefndarinnar.

3.Samgöngunefnd SASS 2023-2032

2306008

Lögð fram beiðni frá Samgöngunefnd SASS um að svara ákveðnum spurningum fyrir nefndina vegna vinnu við uppfærða samgönguáætlun SASS 2023-2032.
Spurningar Samgöngunefndar eru þess eðlis að þeim verður ekki öllum svarað á einum fundi að til þess að svara þeim, þarf nefndin yfirlit yfir stöðu samgöngumannvirkja og þörf á úrbótum. Að mati umhverfis- hálendis og samgöngunefndar er það hlutverk sveitarstjórnar að skilgreina stefnu í samgöngumálum og leggja fram sýn á aðra þætti svo sem samgönguframkvæmdir utan sveitarfélagsins. Nefndin frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

4.Kolefnisbinding í þjóðlendum - Forsætisráðuneytið

2303014

Lagt fram erindi frá Íslandsteymi PHOENIX verkefnis á Íslandi varðandi beiðni um þátttöku Rangárþings ytra í verkefninu sem er fjölþjóðlegt rannsóknarverkefni um aðferðir til að auka þátttöku almennings og hlutdeild í stefnumótun á sviði umhverfis- og loftslagstengdra verkefna. Verkefnið nefnist "Landsleikurinn".
Umhverfis, hálendis- og samgöngunefnd fagnar því að sveitarfélagið taki þátt í verkefninu og hvetur íbúa til að kynna sér efnið og taka þátt. Ef vel tekst til, gætu niðurstöður verkefnisins stutt við gerð umhverfis- og auðlindastefnu sveitarfélagsins. Nefndin leggur til að aðgengi að Landsleiknum verði miðað við íbúa sveitarfélagsins.

5.Leynir, mat á umhverfisáhrifum

2001032

Kærð var ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 15. maí 2020 um að framkvæmdir væru ekki háðar mati á umhverfisáhrifum. Með úrskurði ÚUA var álit skipulagsstofnunar fellt úr gildi


Með áliti frá Skipulagsstofnun 24. júní 2022 var enn tekin ákvörðun um að framkvæmdir í Leyni skildu ekki háðar mati á umhverfisáhrifum.
Sú ákvörðun var kærð 24. júlí 2022.
Úrskurður kom frá ÚUA 26.5.2023 þar sem álit Skipulagsstofnunar var enn á ný fellt úr gildi.


Bréf frá Magna lögmönnum var sent til meðhöndlunar sveitarstjórnar, dags. 16. janúar 2023. Það var sent til afgreiðslu eða til að gera sveitarstjórnarfólki stuttlega grein fyrir atvikum málsins, eins og það er orðað í inngangi bréfsins.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?