3. fundur 28. ágúst 2023 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal á Stracta hóteli
Nefndarmenn
 • Magnús H. Jóhannsson formaður
 • Viðar M. Þorsteinsson aðalmaður
 • Fjóla Kristín B. Blandon aðalmaður
 • Gústav Magnús Ásbjörnsson aðalmaður
 • Björk Grétarsdóttir aðalmaður
 • Gunnar Aron Ólason
 • Þórunn Dís Þórunnardóttir
 • Þröstur Sigurðsson
 • Eggert Valur Guðmundsson
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
 • Ingvar Pétur Guðbjörnsson
Starfsmenn
 • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
 • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
 • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson embættismaður
 • Tómas Haukur Tómasson embættismaður
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundinn sátu Katrín Karlsdóttir, Inga Dóra Hrólfsdóttir og Daníel Freyr Jónsson frá Umhverfisstofnun. Sigurður Örn Guðleifsson og Regína Sigurðardóttir frá Forsætisráðuneytinu sáu sér ekki fært að mæta. Margrét Ólafsdóttir og Áslaug Traustadóttir kynntu skipulagsferli.

1.Landmannalaugar. Áherslur og uppbygging

2308052

Rangárþing ytra í samráði með fulltrúum Forsætisráðuneytis og Umhverfisstofnunar fara yfir áherslur til uppbyggingar í Landmannalaugum að loknu matsferli mats á umhverfisáhrifum.
Margrét Ólafsdóttir og Áslaug Traustadóttir frá Landmótun fóru vel yfir skipulagsáherslur. Margar spurningar komu úr sal og var þeim vel svarað. Hópurinn var sammála um að sveitarfélagið í samvinnu með Umhverfisstofnun útbúi framkvæmda-, tíma- og samskiptaáætlun með framhald uppbyggingar í Landmannalaugum. Fundurinn tekur jákvætt í tilmæli Skipulagsstofnunar um gerð viðhorfskönnunar vegna framkvæmda við Námshraun.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?