5. fundur 30. október 2023 kl. 15:00 - 16:15 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Magnús H. Jóhannsson formaður
  • Viðar M. Þorsteinsson aðalmaður
  • Fjóla Kristín B. Blandon aðalmaður
  • Björk Grétarsdóttir aðalmaður
  • Sævar Jónsson varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Tómas Haukur fór yfir þá staði sem fyrir hafa legið.

1.Styrkvegir 2023

2307046

Vegagerðin hefur veitt 5 milljónir til framkvæmda við styrkvegi í ár. Farið yfir áherslur.
Nefndin staðfestir tillögur Tómasar um framkvæmdir við styrkvegi. Ræddar hugmyndir um áætlun 2024, en nefndin mun fjalla um forgangsröðun verkefna síðar.
Tómasi þökkuð góð yfirferð.

2.Tillaga D-listans um heilsársgöngustíg á bökkum Ytri-Rangár við Hellu

2209039

Göngu- og hjólreiðastígar. Farið yfir stöðuna
Fjallað var sérstaklega um göngustíginn niður að Ægissíðufossi á síðasta fundi umhverfisnefndar 13.9.2023 um að gera nauðsynlegar bætur á honum og auglýsa hann með viðeigandi hætti.

Nefndin hvetur sveitarstjórn til að láta þessi verkefni raungerast.

3.Umhverfisstefna Rangárþings ytra

1903041

Lögð eru fram drög að umhverfisstefnu Rangárþings ytra til yfirferðar.
Rifjuð upp umræða um gerð umhverfisstefnu fyrir Rangárþing ytra. Unnið er jafnframt að gerð loftslagsstefnu í samstarfi við SASS sem verði síðar hluti af umhverfisstefnu sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 16:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?