1.Loftgæðamælingar
2401019
Loftgæðamælar sem mæla gös og svifagnir í andrúmslofti eru misdreifðir um landið, en langflestir þeirra eru á suðvestur horni landsins. Sérstaklega er áberandi að enginn slíkur er á svæðinu frá Selfossi að Kirkjubæjarklaustri og svo ekki fyrr en á Reyðarfirði. Engin vöktun er á þessum efnum og þar af leiðandi engin gögn til um þau. En væri vöktun í gangi, væri hægt að gefa út viðvaranir til almennings ef ástandið væri slæmt. Á þessu víðfeðma eldvirka svæði eru fjölmörg virk eldfjöll og hefur reynsla síðustu gosa á Reykjanesi sýnt að slíkt tengist mjög slæmum loftgæðum annaðhvort í eldgosum eða vegna svifryks sem þau hafa búið til.
2.Umhverfisstefna Rangárþings ytra
1903041
Farið yfir stöðu vinnu við umhverfisstefnu Rangárþings ytra ásamt loftslagsstefnu og auðlindastefnu.
Umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd leggur til að um gerð tveggja stefna verði að ræða, annars vegar umhverfis- og loftslagsstefnu og hins vegar auðlindastefnu. Nefndin leggur til að staða vinnunnar við gerð umhverfis- og loftslagsstefnunnar verði lögð fram á næsta fundi nefndarinnar.
3.Hvammsvirkjun. Heimild UST til breytingar á vatnshlotinu Þjórsá 1
2401001
Umhverfisstofnun vekur athygli á því að stofnunin hefur lagt fram áform um að veita heimild skv. 18 gr. laga um stjórn vatnamála vegna breytingar á vatnshlotinu Þjórsá 1, vegna framkvæmda við 95 MW Hvammsvirkjun.
Nefndin hefur farið yfir greinargerð Umhverfisstofnunar og gerir ekki efnislegar athugasemdir við hana.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
4.Sigöldustöð. Mat á umhverfisáhrifum.
2206026
Landsvirkjun hefur lagt fram umhverfisskýrslu vegna stækkunar Sigöldustöðvar. Meðfylgjandi er álit Skipulagsstofnunar vegna ofangreindrar framkvæmdar skv. lögum nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Lagt fram til kynningar
5.Gaddstaðir land (Gaddstaðaey) L196655. Heimild til skipulags
2303048
Eigandi Gaddstaðaeyjar hefur fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af uppbyggingu í eyjunni. Um er að ræða byggingu brúar út í eyjuna sem þolir bílaumferð og umferð gangandi fólks. Fyrirhugað er að hafa íbúðabyggð norðan til á eyjunni, fyrir allt að 12 einbýlishús og sunnan til er gert ráð fyrir hóteli með afþreyingu s.s. baðlóni, fyrir allt að 200 gesti. Einnig er möguleiki á útivistarsvæði syðst á eynni. Gert er ráð fyrir að gerð verði breyting á aðalskipulagi þar sem núverandi óbyggðu svæði verði breytt í íbúðarsvæði að hluta og hins vegar í verslunar- og þjónustusvæði. Lögð er fram lýsing skipulagsáforma frá Eflu dags. 26.10.2023.
Lagt fram til kynningar.
6.Bjargshverfi - Deiliskipulag
2311062
Sveitarfélagið hefur unnið að hugmyndavinnu vegna nýs íbúðarhverfis í Bjargshverfi. Gert verði ráð fyrir allt að 100 íbúðareiningum í mismunandi tegundum húsa, einbýlis, par- og raðhúsum. Gerð verði grein fyrir tengingum við aðra vegi og samgöngum innan svæðisins. Tengsl við þéttbýlið austan Ytri-Rangár gerð skil með áformuðum göngubrúm og göngustígum. Lögð er fram lýsing skipulagsáforma frá Basalt arkitektum dags. 30.11.2023.
Lagt fram til kynningar.
7.Friðland að Fjallabaki. Hlýnunarreitir
2312028
Skýrsla vegna rannsókna á áhrifum hlýnunar á hélumosavist innan friðlands að Fjallabaki 2021 til 2023
Lagt fram til kynningar.
8.Þingskálavegur, Heiði-Bolholt. Umsókn um framkvæmdaleyfi
2310040
Vegagerðin hefur óskað eftir framkvæmdaleyfi til að endurbyggja Þingskálaveg milli slitlagsenda frá Heiði að Örlygsstaðamelum. Fyrirhugað er að endurbyggja veginn og leggja á hann bundið slitlag á um 7,5 km kafla. Jafnframt er fyrirhugað að færa veginn að hluta við Heiðarlæk og setja nýtt stálræsi þar í nýrri veglínu. Skipt verður um nokkur önnur ræsi á framkvæmdasvæðinu og önnur lagfærð þar sem það á við. Umsókn barst 13.10.2023. Sveitarstjórn á fundi sínum 8.11. sl samþykkti veitingu framkvæmdaleyfis. Framkvæmdin er háð tilkynningu til Skipulagsstofnunar og meðfylgjandi er ákvörðun Skipulagsstofnunar þess efnis að umrædd framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Lagt fram til kynningar
Fundi slitið - kl. 10:30.
Nefndin óskar eftir því að sveitarstjórn leiti til Umhverfisstofnunar um að settir verði upp loftgæðamælar í sveitarfélaginu.