8. fundur 05. febrúar 2024 kl. 08:30 - 10:25 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Magnús H. Jóhannsson formaður
  • Viðar M. Þorsteinsson aðalmaður
  • Gústav Magnús Ásbjörnsson aðalmaður
  • Björk Grétarsdóttir aðalmaður
  • Jóhanna Hlöðversdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulasgs- og byggingarfulltrúi
Jón Ragnar Örlygsson fer yfir stöðu mála.

1.Umhverfisstefna Rangárþings ytra

1903041

Farið yfir stöðu vinnu við umhverfisstefnu Rangárþings ytra ásamt loftslagsstefnu.
Fyrirliggjandi vinna lögð fram til kynningar
Jóni Ragnari þökkuð góð yfirferð
Jón Ragnar Örlygsson fer yfir stöðu mála.

2.Loftslagsáætlun Ry

2401055

Unnið að gerð loftslagsstefnu fyrir sveitarfélagið í samvinnu með SASS.
Fyrirliggjandi gögn lögð fram til kynningar.
Jóni Ragnari þökkuð góð yfirferð

3.Vindlundur austan Sultartanga Búrfellslundur deiliskipulag

2211077

Landsvirkjun hefur undanfarin ár kannað möguleika á virkjun vindorku austan við Sultartangastöð. Svæðið er innan þess svæðis sem rannsakað var í mati á umhverfisáhrifum fyrir Búrfellslund (200 MW) árið 2016 og er innan Rangárþings ytra. Í júní 2022 samþykkti Alþingi virkjunarkostinn Búrfellslund í nýtingarflokk rammaáætlunar með uppsett afl allt að 120 MW. Til að af framkvæmdum geti orðið þarf að breyta aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 og vinna deiliskipulag fyrir svæðið. Tillagan var auglýst frá og með 16.11.203 til og með 28.12.2023.
Lagt fram til kynningar.

4.Landmannalaugar, bílastæði. Kæra 110-2023 vegna ákvörðunar sveitarstjórnar.

2309042

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sendir afrit kæru dags. 13.9.2023, móttekin af nefndinni sama dag. Kærð er ákvörðun sveitarstjórnar Rangárþings ytra 13. september 2023 um að veita Rangárþingi ytra framkvæmdaleyfi vegna gerðar grjótvarnargarðs við fyrirhugað bílastæði við Námskvísl.
Lagt fram til kynningar.
Gústav M. Ásbjörnsson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

5.Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu

2401038

Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 3/2024 - Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu. Með tölvupósti hefur Rangárþingi ytra sérstaklega verið boðið að taka þátt.

Umsagnarfrestur er til og með 14.02.2024.

https://island.is/samradsgatt/mal/3642
Í drögum að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu kemur fram hvernig stjórnvöld hyggist stuðla að sjálfbærri landnýtingu í tengslum við beit, ferðaþjónustu, akuryrkju eða aðra nýtingu lands. Meginmarkmið reglugerðarinnar er að tryggja sjálfbæra landnýtingu í samræmi við markmið laga 155/2018 um landgræðslu.

Grunnstefið í reglugerðinni er að koma auga á land sem er í slæmu ástandi, gera s.k. landbótaáætlanir um að bæta það og fylgjast með því að svo verði gert. Sé áætlunum ekki fylgt eftir, er hægt að fara fram á ítölu beitardýra eða takmarka umferð t.d. ferðaþjónustuaðila, um viðkvæm svæði.

Það er fagnaðarefni að sett séu viðmið um ástand lands og aðstoð veitt til úrbóta. Sjálfbær landnýting og gott ástand lands er mjög mikilvægt bæði í umhverfis- og atvinnulegu samhengi. Í þessum drögum að reglugerð er samt þó nokkuð af óljósum atriðum sem dregið geta úr gildi hennar og óljóst hvaða áhrif framkvæmd hennar hefur.

Landbótaáætlanir skulu vera settar til þess að bæta ástand landsins þannig að það nái viðmiðunarmörkum um viðmiðunarvistkerfi. Viðmiðunarvistkerfi er erfitt að finna á landi sem er illa farið auk þess sem hálendi sveitarfélagsins er eldvirkt og því má velta fyrir sér hver vistgeta svæðanna er. Af viðmiðum um ástand lands í töflu 1 í viðauka I er ljóst að stór hluti af afréttum sveitarfélagsins munu falla í flokk C. Jafnframt kemur fram að landbótaáætlun skuli hafa að markmiði að koma í veg fyrir búfjárbeit á landi í flokki C.

Ljóst er að verði reglugerðin sett fram í óbreyttri mynd, getur hún haft talsverð áhrif á beitarnýtingu afrétta og þar með afkomu bænda. Nefndin telur að verði setning reglugerðarinnar til þess að bændur hætti landgræðslustörfum á afréttunum, vegna friðunar þeirra, sé hætta á að heildaráhrif reglugerðarinnar verði lítil á ástand lands þar sem oft er um að ræða land þar sem ástand batnar ekki nema með beinum uppgræðsluaðgerðum. Það er því von nefndarinnar að eftirfylgni reglugerðarinnar fari fram af hófsemi og í góðu samstarfi við bændur sem eiga lögvarinn rétt á nýtingu afréttanna.

Nefndin fagnar því að stjórnvöld ætli sér að stuðla að sjálfbærri landnýtingu, líkt og gert hefur verið með sjálfbæra nýtingu auðlinda úr hafinu. En til þess að þetta takist, verður að tryggja fjármagn til eftirlitsins þannig að eftirfylgni reglugerðarinnar byggi á sterkum grunni. Án þess er hætt við að aðgerðir verði tilviljanakenndar og/eða illa unnar. Þá er einnig nauðsynlegt að tryggja umráðahöfum lands stuðning til úrbóta svo unnt sé að stunda sjálfbæra landnýtingu eins og reglugerðin kveður á um.
Nefndin fagnar því að sett eru fram viðmið um jarðvegsvernd í akuryrkju, því þar sem akrar eru oftast nálægt byggð, þá finna íbúar fljótt fyrir lélegum loftgæðum t.d. ef blæs upp úr opnum ökrum. Það vekur athygli að svo virðist sem að reglugerðin sé linari gagnvart ósjálfbærri landnýtingu í akuryrkju en nýtingu hálendisins, a.m.k. er ekki gert ráð fyrir reglulegu eftirliti eða úrbótaáætlunum.

Athygli vekur að málefni tengd akuryrkju, framkvæmdum og umferð fólks og ökutækja fá miklu minna vægi en málefni beitar. Kaflanum um beitarnýtingu fylgir t.a.m. bæði vefsjá þar sem land er flokkað eftir ástandi sem og sérstakar skýringar með beitarhluta reglugerðarinnar. Er þetta áhugavert þar sem t.d. ummerki vegna ferða fólks eru víða mun meira áberandi en beitar og ættu því að hljóta sömu umfjöllun. Einnig er áhugavert að matvælaráðuneytið skuli telja beitarhlutann einan vera það flókinn að hann kalli á sérstakar skýringar. Í þessum skýringum er þó ekki allt skýrt, t.d. má nefna að ekki kemur fram hvernig krafa um 20% æðplöntuþekju er fengin né heldur færð rök fyrir prósentuviðmiðum í töflu 1 í viðauka I.

Einnig vekur athygli að í greinum um sjálfbæra nýtingu lands til akuryrkju, framkvæmda og umferðar fólks og ökutækja er eingöngu um leiðbeinandi texta að ræða, ekki eru sett viðmið um sjálfbæra landnýtingu í þessum greinum og því að mati nefndarinnar mjög óljóst hvernig fylgja á þessum hluta reglugerðarinnar eftir.

Nefndin veltir fyrir sér hver sé ferill úrbóta vegna umferðar fólks þegar landnotandinn er ótilgreindur almenningur og umráðahafi ríkið t.d. á þjóðlendu? Hver ber þá ábyrgð á gerð landbótaáætlunar sé hennar þörf?

Nefndin leggur til að sveitarstjórn fjalli um reglugerðardrögin og sendi inn umsögn í samráðsgátt.

Gústav kemur aftur til fundar.

6.Snjómokstur

1611023

Fyrirkomulag snjómoksturs 2024 ofl.
Farið yfir gildandi viðmiðunarreglur sem sveitarfélagið hefur stuðst við síðan nefndin lagði fram drög að reglum árið 2019.

Fundi slitið - kl. 10:25.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?