11. fundur 03. júní 2024 kl. 08:30 - 10:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Magnús H. Jóhannsson formaður
  • Viðar M. Þorsteinsson aðalmaður
  • Gústav Magnús Ásbjörnsson aðalmaður
  • Björk Grétarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Umhverfisstefna Rangárþings ytra

1903041

Farið yfir stöðu vinnu við umhverfisstefnu Rangárþings ytra
Umhverfis,- hálendis- og samgöngunefnd Rangárþings ytra hefur farið yfir drög að Umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið. Stefnan fer í lokarýningu hjá nefndarfólki og stefnt er að lokaskilum á næsta fundi nefndarinnar.

2.Halldórsgil, Framkvæmdaleyfi fyrir bílastæði við upphaf göngleiðar að Grænahrygg

2405041

Umhverfisstofnun sækir um framkvæmdaleyfi vegna gerð bílastæðis við Halldórsgil, við upphaf gönguleiðar að Grænahrygg. Gögn send með umsókn 15.5.2024.
Umhverfis,- hálendis- og samgöngunefnd Rangárþings ytra hefur farið yfir umsókn framkvæmdaraðila um gerð bílastæðis á Fjallabaksleið við Halldórsgil, við upphaf gönguleiðar að Grænahrygg. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Nefndin gerir því engar athugasemdir við veitingu framkvæmdaleyfis.

3.Vikurnám við Búrfellshólma, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Beiðni um umsögn um mátsáætlun

2405057

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Rangárþings ytra um matsáætlun fyrir vikurnám við Búrfell. Matsáætlunin er búin að fara í kynningu en þar sem breytingar hafa orðið á framkvæmdinni er tilefni til að fá umsögn frá sveitarfélaginu. Meðfylgjandi er matsáætlunin eins og hún var kynnt og svo greinargerð sem greinir frá breyttum áformum. Upplýsingar varðandi málið má einnig nálgast á skipulagsgáttinni: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/244.
Umhverfis,- hálendis- og samgöngunefnd telur umrædda breytingu hafa umtalsverð neikvæð áhrif á umhverfið. Nefndin telur afar óljóst hvernig brugðist verður við áhrifum af þverun árinnar, gagnvart mengun atvinnutækja á lífríki árinnar, af aukinni umferð atvinnutækja, rykmengun og fleira. Nefndin gerir einnig athugasemd við áform um að tengjast Landvegi eins og sýnt er og telur brýnt að sveitarstjórn skili inn umsögn sem taki á þessum þáttum. Nefndin bendir á að meðan á nýtingu námunnar hefur staðið undanfarin ár hefur allri umferð verið beint niður Skeiða- og Gnúpverjahrepp.

4.Galtalækur 2. Umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku úr námu E57.

2405056

Efla fyrir hönd landeigenda Galtalækjar 2 sækir um framkvæmdaleyfi til efnistöku úr efnistökusvæði innan jarðarinnar nr E57. Fyrirhuguð er efnistaka í samræmi við skilmála í aðalskipulagi en heimilt er að vinna allt að 50.000 m3 af efni samkvæmt aðalskipulagi. Heildar flatarmál raskaðs svæðis kemur til með að vera 2,0 ha að efnistöku lokinni og er þá heimild aðalskipulagsins fullnýtt. Reiknað er með að búið sé að taka um 20.000 m³ af efni nú þegar.
Umhverfis,- hálendis- og samgöngunefnd Rangárþings ytra gerir engar athugasemdir við veitingu framkvæmdaleyfis.

5.Friðland að Fjallabaki. Umsókn um framkvæmdaleyfi til uppsetningar á skiltum.

2405054

Umhverfisstofnun sækir um framkvæmdaleyfi til uppsetningar á alls 37 skiltum innan Friðlands að Fjallabaki. Um eru að ræða 9 upplýsinga- og fræðsluskilti og alls 28 vegvísa á göngu- og reiðleiðir. Gögn send með umsókn 15.5.2024.
Umhverfis,- hálendis- og samgöngunefnd Rangárþings ytra hefur farið yfir umsókn framkvæmdaraðila um uppsetningu alls 37 skilta innan Friðlands að Fjallabaki. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Nefndin gerir því engar athugasemdir við veitingu framkvæmdaleyfis.

6.Ljósleiðari frá Sultartanga blöðrum að tengibrunn OF-TB-323

2405070

Orkufjarskipti hf óskar eftir framkvæmdaleyfi til lagningar á ljósleiðara og rafstreng frá Sultartanga blöðrum að vinnusvæði Búrfellsundar, tengibrunnur OF-TB-323. Lögnin er ca. 3,9 km löng og er í samræmi við sýnda lagnaleið í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Rafstrengur og 20 mm rör fyrir ljósleiðara verður plægt í jörðu, nema á nokkrum stöðum þar sem jarðvegur er grófur, þar verður grafið. 1 tengibrunnur verður settur á vinnusvæði Landsvirkjunar aðgengilegur á leiðinni til viðhalds og eftirlits. Jákvæð umsögn frá Vegagerðinni vegna þverunar undir Sprenigisandsleið liggur fyrir.
Umhverfis,- hálendis- og samgöngunefnd Rangárþings ytra hefur farið yfir umsókn framkvæmdaraðila um lagningu ljóslaeiðara og rafstrengs frá blöðrum Sultartanga að vinnusvæði vindlundarins við Vaðölduver. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Nefndin gerir því engar athugasemdir við veitingu framkvæmdaleyfis.

7.Myrkurgæði og vetrarferðaþjónusta - Erindi frá Lava Center og Midgard

2404100

Innsent erindi frá nokkrum ferðaþjónustuaðilum á svæðinu þar sem áhugi er á samstarfi um að hefja vinnu við greiningu myrkurgæða og gerð ljósgæðastefnu sem nýst getur sveitarfélaginu í framtíðinni við endurskoðun aðalskipulags. Slík greining og stefnumótun er grunnurinn að því að þróa verkefnið áfram þannig að raunverulegur árangur náist í markaðssetningu svæðisins sem ákjósanlegan áfangastað ferðamanna yfir vetrartímann. Vísað til umsagnar frá Byggðaráði dags. 22.5.2024.
Umhverfis,- hálendis- og samgöngunefnd fagnar framlögðu erindi um gerð ljósgæðastefnu og gerir engar athugasemdir við hugmyndina. Með þátttöku sveitarfélagsins kemur fram vilji þess til að huga almennt að ljósgæðum íbúum og fyrirtækjum til hagsbóta. Verði hún síðan hluti af gerð aðalskipulags hefði hún sem slík, mikið gildi fyrir markaðssetningu fyrirtækja í sveitarfélaginu.

8.Vindlundur austan Sultartanga Búrfellslundur deiliskipulag

2211077

Deiliskipulag fyrir Vaðölduver hefur formlega öðlast gildistöku með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda. Lögð er fram framkvæmdaáætlun Landsvirkjunar fyrir vindorkuverið við Vaðöldu.
Lagt fram til kynningar

9.Göngustígur milli Geitasands og Freyvangs

2405080

Unnið er að gerð göngustígar milli Geitasands og Freyvangs á Hellu, sem tengir byggðina austan Langasands við skóla- og íþróttahverfið.
Umhverfis,- hálendis- og samgöngunefnd fagnar gerð göngustíga í sveitarfélaginu en leggur áherslu á að framkvæmdir af þessari stærðargráðu skuli ávallt kynntar íbúum sveitarfélagsins áður en ráðist er í þær.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?