Umhverfisnefnd

11. fundur 27. júní 2017 kl. 10:00 - 11:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
  • Sævar Jónsson varamaður
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
  • Helena Kjartansdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson

1.Hella - krúttlegra þorp

1706001

Ungmennaráð Rangárþings ytra, UngRy, hélt Ungmennaráðstefnu í mars s.l. Á ráðstefnunni var Ungmennum skipt niður í hópa og hin ýmsu málefni rædd. Meðal þess sem þar kom fram að þyrfti að gera er að gera Hellu að krúttlegra þorpi. Hugmyndir sem m.a. komu fram var að skreyta ljósastaura með klukkum, heilræðum og brosköllum.
Umhverfisnefnd vill hrósa Ungry fyrir vel unnið verkefni og fagnar öllum hugmyndum sem snúa að fegrun samfélagsins og telur að með þessu móti verði ímynd sveitarfélagsins jákvæð út á við. Ef af verkefninu verður vill nefndin jafnframt hvetja aðila til að ganga vel frá skreytingum svo ekki þurfi að eltast við afganga út um víðan völl.

2.Úrgangsmál

1706024

Tilkynningar hafa borist vegna bágs ástands haugsetningar við bújarðir.
Umhverfisnefnd telur að þar sem ekki sé um starfsemi að ræða sem byggir á starfsleyfi er ekki séð að aðkoma Heilbrigðiseftirlits geti orðið. Nefndin leggur því til að sveitarstjórn bregðist við og ræði við hlutaðeigandi aðila um úrbætur svo komast megi hjá enn meiri og alvarlegri mengun en þegar er orðið.

3.Gámar og annað lausafé

1706053

Gámar og annað lausafé án leyfis. Hugmyndir um aðgerðir til að auka meðvitund íbúa um umhverfismál
Umhverfisnefnd hefur ákveðið að senda bréf út til allra íbúa sveitarfélagsins þar sem íbúar verði hvattir til að kynna sér fyrirkomulag á nýju geymslusvæði sveitarfélagsins. Með nýju geymslusvæði opnast nýr möguleiki fyrir almenning til að geyma bíla, gáma og annað lausafé sem ekki hefur heimild til að standa annars staðar. Þar sem um afmælisár sveitarfélagsins er að ræða er tilefni til að vekja fólk til umhugsunar um nærumhverfi sitt. Formanni er falið að útbúa bréf í samráði við Skipulagsfulltrúa og senda til umsagnar fundarmanna áður en það verður sent í dreifipósti.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?