12. fundur 08. ágúst 2017 kl. 09:00 - 12:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Hjalti Tómasson formaður
  • Lilja Þrúðmarsdóttir aðalmaður
  • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
  • Sævar Jónsson varamaður
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson

1.Umhverfisverðlaun 2017

1708003

Farið yfir tilnefningar sem bárust til Umhverfisnefndar vegna umhverfisverðlauna fyrir árið 2017.
1. Eftirfarandi hlutu tilnefningu fyrir snyrtilegan garð í þéttbýli:

Kristinn og Hrefna við Ártún,
Særún og Heimir við Freyvang,
Guðrún og Þorgils við Fornasand,
Anna Helga og Knútur við Freyvang,
Jóna Helgadóttir við Þrúðvang,
Þorsteinn og Sigríður við Fornasand,
Heiða og Sigurður Lækjarbraut.

Fyrir snyrtilegt fyrirtæki:
River Hotel við Ytri Rangá

Fyrir snyrtilegt umhverfi í dreifbýli:
Veiðivötn

Örfáar aðrar tilnefningar bárust sem bíða betri tíma að ósk garðeigenda eða ekki er um lögbýli að ræða.

2.
Ákveðið að fara í skoðunarferð og skoðaðir þeir garðar og staðir sem fengu tilnefningu.
Niðurstaða nefndarinnar er svohljóðandi:


Snyrtilegt umhverfi:
Veiðivötn / veiði- og fiskiræktarfélag Landmannaafréttar

Vel hirtur garður og snyrtilegt umhverfi:.
Kristinn G. Garðarsson og Hrefna Sigurðardóttir við Ártún 1,

Fallegur og vel hirtur garður:
Guðrún Guðmundsdóttir og Ólafur A. Guðmundsson við Borgarsand 7

Fundarmenn samþykkja að viðurkenningar verði veittar á Töðugjöldunum og verði keyptur blómapottur með áletrun viðkomandi vinningshafa. Formanni falið að versla potta og blóm í þá.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?