Umhverfisnefnd

3. fundur 25. mars 2019 kl. 16:00 - 17:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Jóhanna Lilja Þrúðmarsdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Erlingsdóttir aðalmaður
  • Anna Vilborg Einarsdóttir aðalmaður
  • Helga Fjóla Guðnadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Umhverfisstefna Rangárþings ytra

1903041

Anna Vilborg Einarsdóttir og Guðbjörg Erlingsdóttir leggja fram tillögur að hafin verði vinna við gerð umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið. Lögð fram drög til frekari vinnslu.
Lagt fram til kynningar. Unnið verður áfram að málinu fram að næsta fundi.

2.Hella, Dynskálar, deiliskipulag

1301030

Í gildi er deiliskipulag af iðnaðarlóðum við Dynskála meðfram Suðurlandsvegi. Í skipulaginu er kveðið á um aðkomu sveitarfélagsins og lóðarhafa um samvinnu við lóðafrágang.
Nefndin leggur til að byggingarfulltrúa verði falið að hafa samband við lóðarhafa sunnan við Dynskála til að undirbúa aðgerðir við frágang lóðamarka skv. gildandi deiliskipulagi.

3.Endurskoðun aðalskipulags Rangárþings ytra

1305001

Tillaga að aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 var send Skipulagsstofnun 18.12.2019. Skipulagsstofnun óskaði eftir frekari gögnum og voru þau send stofnuninni 7.1.2019. Tilkynning um tafir á afgreiðslu stofnunarinnar var send með tölvupósti dags. 12.2.2019 og var ástæða tafa mikið verkefnaálag hjá stofnuninni. Önnur tilkynning um tafir á afgreiðslu barst með tölvupósti dags. 4.3.2019 þar sem ástæða tafa var sú að kallað hefði verið eftir umsögn Náttúrufræðistofnunar og Vegagerðarinnar vegna stefnu aðalskipulagsins hvað varðar færslu Landmannaleiðar/Dómadalsleiðar. Stofnunin mun afgreiða erindið þegar umræddar umsagnir liggja fyrir.
Lagt fram til kynningar.

4.Landsskipulagsstefna loftslag, landslag og lýðheilsa

1903043

Skipulagsstofnun hvetur skipulagsnefndir til að kynna sér lýsingu fyrir gerð landsskipulagsstefnu um loftslag, landslag og lýðheilsu. Kynningartími er til 8. apríl 2019.
Lagt fram til kynningar.

5.Umhverfis Suðurland

1803037

Áhersluverkefni á vegum SASS í tengslum við umhverfismál þar sem þátttöku sveitarfélaganna er óskað.
Nefndin leggur til að íbúar verði hvattir til að taka þátt í verkefninu Norræni strandhreinsunardagurinn 4. maí með aðkomu sveitarfélagsins og auglýst yrði í staðarblaði. Verkefnið er eitt af áhersluatriðum Umhverfis Suðurlands á vegum SASS, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?