3. fundur 19. apríl 2023 kl. 15:30 - 17:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Magnús H. Jóhannsson formaður
  • Fjóla Kristín B. Blandon aðalmaður
  • Guðbjörg Erlingsdóttir aðalmaður
  • Gústav Magnús Ásbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson embættismaður
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir því að bæta máli á dagskrá "Númerslausar bifreiðar" og var það samþykkt.

1.Stóri Plokkdagurinn 30. apríl

2304027

Stóri plokkdagurinn er 30. apríl 2023 og er haldinn hátíðlegur núna í sjötta sinn. Af vefsíðunni plokk.is: „Plokk á Íslandi er hópur einstaklinga sem bera virðingu fyrir umhverfinu og hafa það sem áhugamál að fara um illa hirt svæði og þrífa þar upp plast, pappa og annað rusl sem fallið hefur til frá íbúum, framkvæmdum eða þungaflutningum innan marka sveitarfélaga, á girðingum og í skurðum á víðavangi."
Umhverfisnefnd hvetur íbúa til að taka þátt í deginum með því að fara um sitt nærumhverfi og tína upp rusl, flokka og henda. Vorið er kjörinn tími til að hreinsa til eftir veturinn og bjóða sumarið velkomið. Bent er á vef plokkdagsins, plokk.is, um góð ráð við plokkið.

2.Hreinsunardagur

2304028

Tillaga um Hreinsunardag þróaðist í tillögu um Umhverfisviku á fundi nefndarinnar.

Umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulögð verði Umhverfisvika í maí í samstarfi við Sorpstöð Rangárvallasýslu. Þá verði lögð áhersla á fræðslu og kynningu á þeirri þjónustu sem í boði er. Mikilvægt er að vekja íbúa til umhugsunar um rusl í sínu nærumhverfi t.d. í limgerðum, skurðum, girðingum og við vegi og mikilvægt sé að koma því í viðeigandi farveg.

Umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skoða hvort hægt sé að virkja eldri bekki grunnskólanna í tiltekt á opnum svæðum við skólana.

3.Númerslausar bifreiðar

2304045

Ábendingar hafa borist umhverfisnefnd um nokkurn fjölda númerslausra bifreiða í sveitarfélaginu. Hætta og mengun getur skapast af bílhræjum sem ekki er hirt um, fyrir utan þá slæmu ásýnd sem skapast af þeim.
Umhverfisnefnd er einhuga um að gera þurfi gangskör í þessum málum og hvetur eigendur númerslausra tækja á almannafæri til að fjarlægja þau hið fyrsta. Annars verður tilkynnt um númerslaus tæki til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands á næstu vikum sem gerir viðeigandi ráðstafanir í samstarfi við sveitarfélagið.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?