4. fundur 11. janúar 2017 kl. 18:00 - 18:00 Í fundarsal á skrifstofu Rangárþings ytra.
Nefndarmenn
  • Þröstur Fannar Georgsson aðalmaður
  • Rebekka Rut Leifsdóttir aðalmaður
  • Dagný Rós Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhanna Sigrún Haraldsdóttir aðalmaður
  • Stefán Orri Gíslason aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi
Har. Birgir Haraldsson skipulags- og byggingafulltrúi Rangárþings ytra mun koma inn á fundinn undir lið 1 og 2.

1.Kynning á endurskoðun aðalskipulags og fleiru fyrir UngRy

1701010

Skipulags- og byggingafulltrúi kom á fundinn og kynnti endurskoðun aðalskipulags, fór almennt yfir skipulags og umferðarmál og fór yfir nokkur stór skipulagsverkefni sem í gangi eru í Rangárþingi ytra.
Ungmennaráð þakkar Har. Birgi Haraldssyni fyrir góða kynningu.

2.Ályktanir frá UngRy

1701011

Ályktun um að Útskálar verði gerðir að vistgötu.
UngRy óskar eftir því að skipulags- og umferðarnefnd vinni að því að gera Útskála að vistgötu. UngRy telur að það sé virkilega mikilvægt til þess að tryggja öryggi allra sem um svæðið fara.

3.Ungmennaráðstefna UngRy

1701012

Ungmennaráð Rangárþings ytra, UngRy, stefnir á að halda ungmennaráðstefnu á næstu misserum. Markmiðið með ráðstefnunni er að kynna UngRy, heyra hvað brennur á ungu fólki og ræða skipun Ungmennaráðs komandi ára.
Ungmennaráðstefna verður haldin 22. febrúar 2017. Undirbúningur mun fara fram á næstu fundum.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?