6. fundur 22. mars 2017 kl. 17:00 - 18:50 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þröstur Fannar Georgsson aðalmaður
  • Rebekka Rut Leifsdóttir aðalmaður
  • Dagný Rós Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhanna Sigrún Haraldsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson markaðs- og kynningarfulltrúi
Fundurinn var haldinn í fundarsalnum Laugum á skrifstofu Rangárþings ytra. Stefán Orri Gíslason boðaði forföll.

1.Útskálar Vistgata

1701033

Ungmennaráð Rangárþings ytra lagði það til á fundi sínum þann 11.1.2017 að Útskálar yrðu gerðir að vistgötu. Einnig hafði skólaráð Grunnskólans á Hellu lagt þetta til. Ungmennaráð telur að þetta sé virkilega mikilvægt til þess að tryggja öryggi allra sem um svæðið fara. Málið var sent til afgreiðslu í skipulags- og umferðarnefnd frá Byggðarráði sem bókaði eftirfarandi "Byggðarráð tekur undir með Ungmennaráði og leggur til að Skipulags- og umferðarnefnd taki málið til gaumgæfilegrar skoðunar og tillögugerðar."

Niðurstaða fundar skipulags- og umferðarnefndar þann 06.02.2017 var að vísa erindinu til skoðunar á umferðar- og öryggismálum í þéttbýlinu heildstætt. Engin tímamörk voru á málinu.
Ungmennaráð óskar eftir því að fá upplýsingar um stöðu skoðunar á umferðar- og öryggismálum í þéttbýlinu heildstætt og hvenær gert sé ráð fyrir að þeirri skoðun ljúki.

Ef hugmyndin um vistgötu fær góðan hljómgrunn væri æskilegt að þeirri aðgerð að breyta Útskálum í vistgötu og setja merkingar þar um sé lokið fyrir 10. maí 2017 en þá er bíllausi dagurinn haldinn á Hellu að frumkvæði Grunnskólans á Hellu.

Ungmennaráð vill leggja áherslu á það að því þykir þetta virkilega mikilvægt mál og er reiðubúið að koma á fund skipulags- og umferðarnefndar og tala fyrir málinu.

2.Ungmennaráðstefna UngRy

1701012

Ungmennaráð Rangárþings ytra, UngRy, mun halda Ungmennaþing 29. mars 2017 í Menningarsalnum á Hellu. Ungmennaráð hefur hisst vikulega í mars til þess að undirbúa ungmennaþingið og m.a. fengið til sín fulltrúa frá Ungmennaráði Árborgar til aðstoðar.
Fyrsta ungmennaþing í Rangárþingi ytra verður haldið í menningarsalnum á Hellu að frumkvæði UngRy þann 29. mars n.k. og hefst kl. 19:00. Gerð hafa verið plaköt sem dreift hefur verið á Hellu og Laugalandi, viðburðurinn auglýstur í Búkollu og á facebook. Við vonumst til að þátttaka verði góð.

Ungmennaþing er sett upp með þeim hætti að annarsvegar verða tvö erindi og svo umræðuhópar. Boðið verður uppá fría pizzu.

Erindin sem verða eru frá Ungmennaráði Árborgar sem mun segja frá sínu starfi og þeim árangri sem þau hafa náð og svo frá Eddu Björgvinsdóttur þar sem hún mun fjalla um jákvæðan húmor.

Gestum verður skipt upp í fjóra umræðuhópa og munu fulltrúar UngRy verða hópstjórar ásamt riturum sem koma utanað. Umræðuefni hópana eru:
1. Uppbygging/Náttúra
2. Samgöngur
3. Skóli og félagslíf
4. Rangárþing ytra - kostir/gallar

Að loknu Ungmennaþing mun UngRy taka saman helstu atriði og fara með á fund til sveitarstjórnar í apríl.

Fundi slitið - kl. 18:50.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?